Starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni stöðvuð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2018 08:58 Ásta Sigurðardóttir hundaræktandi í Dalsmynni. VÍSIR/GVA Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar ehf í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra. Ástæða stöðvunar er að kröfur stofnunarinnar um varanlegar úrbætur hafa ekki verið virtar. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun var það einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna, þar með talið hreinlæti og skráningar. Viðhaldi húsnæðis var sömuleiðis ábótavant. Aðgerðir og áætlanir vegna ormameðhöndlunar hunda ásamt sýnatökum voru sömuleiðis ekki fullnægjandi. Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð, þ.m.t. innflutningur hunda, pörun, ræktun, got og annað hundahald sem ætlað er til ræktunarinnar eða tengist starfseminni, sem og pössun og geymsla á hundum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt stofnunarinnar þar sem viðhald og ástand húsa sem notuð hafa verið undir starfsemina er ekki viðunandi m.t.t. þrifa og sótthreinsunar, sérstaklega út frá smiti með orminum Strongyloides stercoralis. Hundaræktuninni hefur verið veittur frestur til eins mánaðar til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar. Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af starfseminni og um endurtekin brot er að ræða. Dreifingarbanni Matvælastofnunar árið 2014 var aflétt þegar kröfum stofnunarinnar um úrbætur hafði verið sinnt og gripið hafði verið til nauðsynlegra aðgerða til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Eigandi Dalsmynnis mótmælti þessu harðlega á sínum tíma. Frá Dalsmynni.Vísir/Arnar HalldórssonÁður unnið meiðyrðamál vegna gagnrýni Dalsmynni hefur sætt töluverðri gagnrýni síðustu ár, meðal annars fyrir að stunda „hvolpaframleiðslu.“ Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis, vann árið 2009 meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttir vegna ummæla um starfsemina á bloggsíðunni hundaspjall.is. Fjögur ummæli voru dæmd ómerk. Þurfti Hrafnhildur að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað. Ásta fór einnig í meiðyrðamál gegn lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni árið 2014 og krafðist þess að fá tvær milljónir í miskabætur. Var vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hafði látið falla á bloggsíðu sinni, í fjölmiðlum og þættinum Málið. „Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ sagði Ásta í samtali við fréttastofu vegna málsins. Ásta vann málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Árni dæmdur fyrir meiðyrði, sjö af níu ummælum voru þó látin standa af Hæstarétti Íslands. Árni Stefán þurfti að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar ehf í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra. Ástæða stöðvunar er að kröfur stofnunarinnar um varanlegar úrbætur hafa ekki verið virtar. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun var það einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna, þar með talið hreinlæti og skráningar. Viðhaldi húsnæðis var sömuleiðis ábótavant. Aðgerðir og áætlanir vegna ormameðhöndlunar hunda ásamt sýnatökum voru sömuleiðis ekki fullnægjandi. Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð, þ.m.t. innflutningur hunda, pörun, ræktun, got og annað hundahald sem ætlað er til ræktunarinnar eða tengist starfseminni, sem og pössun og geymsla á hundum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt stofnunarinnar þar sem viðhald og ástand húsa sem notuð hafa verið undir starfsemina er ekki viðunandi m.t.t. þrifa og sótthreinsunar, sérstaklega út frá smiti með orminum Strongyloides stercoralis. Hundaræktuninni hefur verið veittur frestur til eins mánaðar til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar. Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af starfseminni og um endurtekin brot er að ræða. Dreifingarbanni Matvælastofnunar árið 2014 var aflétt þegar kröfum stofnunarinnar um úrbætur hafði verið sinnt og gripið hafði verið til nauðsynlegra aðgerða til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Eigandi Dalsmynnis mótmælti þessu harðlega á sínum tíma. Frá Dalsmynni.Vísir/Arnar HalldórssonÁður unnið meiðyrðamál vegna gagnrýni Dalsmynni hefur sætt töluverðri gagnrýni síðustu ár, meðal annars fyrir að stunda „hvolpaframleiðslu.“ Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis, vann árið 2009 meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttir vegna ummæla um starfsemina á bloggsíðunni hundaspjall.is. Fjögur ummæli voru dæmd ómerk. Þurfti Hrafnhildur að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað. Ásta fór einnig í meiðyrðamál gegn lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni árið 2014 og krafðist þess að fá tvær milljónir í miskabætur. Var vísað til margvíslegra ummæla sem Árni Stefán hafði látið falla á bloggsíðu sinni, í fjölmiðlum og þættinum Málið. „Hann kallar mig dýraníðing. Það er ekki fallegt orð,“ sagði Ásta í samtali við fréttastofu vegna málsins. Ásta vann málið í Héraðsdómi Reykjaness og var Árni dæmdur fyrir meiðyrði, sjö af níu ummælum voru þó látin standa af Hæstarétti Íslands. Árni Stefán þurfti að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 „Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fer fram á tvær milljónir í miskabætur Í morgun var tekið fyrir meiðyrðamál Ástu Sigurðardóttir, eiganda hundaræktunarinnar á Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni. 2. apríl 2014 15:58
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ „Dalsmynni er eina ræktunin sem fylgst er með, einungis vegna þess að við viljum gera þetta á löglegan hátt,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis. 17. mars 2014 21:00
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52