Árni Stefán dæmdur fyrir ummæli um Dalsmynni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 11:17 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Vísir/Getty/Stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“
Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52