Kosningaloforð Eyþórs gæti komið Eyjamönnum í bobba Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 15:57 Ráðuneytið krefur Eyjamenn útskýringa á niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara en kosningaloforð Eyþórs hefur orðið til að vekja athygli á hugsanlega ólöglegri niðurfellingu Elliða og Eyjamanna á fasteignagjöldum eldri borgara. Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að krefja Vestmannaeyjabæ svara við framkvæmd heimildar til lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars: „Þar sem fram hafa komið upplýsingar í fjölmiðlum um að framkvæmd Vestmannaeyjabæjar á álagningu fasteignaskatts kunni þrátt fyrir þetta að fara gegn ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, með vísan til 112. gr. og 113. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, ákveðið að kalla eftir upplýsingum og gögnum frá Vestmannaeyjabæ varðandi það hvernig staðið hefur verið að framkvæmd þessara mála undanfarin ár. Í framhaldi af því mun ráðuneytið meta hvort tilefni er til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti til formlegrar skoðunar.“Fasteignagjöld eldri borgara í Eyjum engin Þarna er vísað til frétta Vísis af kosningaloforðum Sjálfstæðismanna í borginni og í framhaldi af því viðtali Vísis við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjum sem sagði: „Við fellum niður fasteignagjöld hjá íbúum sem eru 70 ára og eldri óháð tekjum. Eldra fólk greiðir ekki fasteignaskatta í Vestmannaeyjum Þeir Vestmannaeyingar sem eru 67 ára og eldri greiða ekki fasteignaskatta af eigin heimilum og hafa ekki gert undanfarin ár.“ Elliði sagði bæinn á síðustu árum ekki hafa fengið neinar nýjar umkvartanir vegna þessa frá ráðuneytinu og þetta hefði reynst vel.Talið stangast á við lög Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna er meðal þeirra sem hefur bent á að þetta stangist á við lög. Sveitarfélögum sé þetta einfaldlega óheimilt, að fella niður fasteignaskatta með þessum hætti. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir einnig að á árinu 2013 hafi innanríkisráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar framkvæmd Vestmannaeyjabæjar að þessu leyti en þá lá fyrir að bæjarstjórn hafði á árunum 2012 og 2013 fellt niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði í eigu ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem nýtt var af þeim til búsetu, óháð tekjum. „Þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýjar reglur um afslátt af fasteignagjöldum vegna ársins 2015, þar sem afslátturinn var tekjutengdur, taldi ráðuneytið ekki tilefni til frekari aðgerða og lokaði málinu með bréfi dagsettu 20. mars 2015. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar (Álagning gjalda fyrir árið 2018), er afsláttur af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum enn tekjutengdur.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28 Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Lýðskrumari leiðréttur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt 17. apríl 2018 08:28
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40