Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 85-68 | Yfirburðir Hauka á Ásvöllum Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 19. apríl 2018 23:00 Helena Sverrisdóttir var með þrefalda tvennu í leiknum í kvöld. vísir/bára dröfn Haukar leiða einvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á Val í fyrsta leik í úrslitunum sem fram fór í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Haukakonur byrjuðu leikinn betur og tóku strax frumkvæðið. Valskonur bitu þó frá sér og þegar fyrsti leikhluti rann sitt skeið á enda var munurinn aðeins tvö stig. Í öðrum leikhluta tóku Haukakonur aftur frumkvæðið og vöru ávallt einu og jafnvel tveimur skrefum á undan Valskonum, mestur varð munurinn 13 stig en líkt og í lok fyrsta leikhluta tókst Valskonum að minnka muninn aðeins og þegar flautað var til hálfleiks munaði átta stigum á liðunum. Í seinnihálfleik bættu Haukakonu í og juku forskotið jafnt og þétt á meðan lítið gekk upp hjá Valsliðinu sóknarlega.Góður lokakafli í leikhlutanum lagaði þó stöðuna aðeins fyrir lokaleikhlutann og munurinn 14 stig. Í loka leikhlutanum tókst Valsliðinu ekki að gera nægilega góða atlögu að Haukaliðinu sem hafði fulla stjórn leiknum og landaði að lokum verðskulduðum sigri í leik sem liðið leiddi frá upphafi til enda. Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld þar sem Haukalið var sterkari aðilinn á öllum sviðum leiksins. Valskonum gekk illa að finna körfuna í kvöld og má segja að slök hittni þeirra hafi kostnað þær leikinn, til að eiga möguleika á móti jafn sterku liðið og Haukum þurfa skotin að detta og það gerðu þau einfaldlega ekki fyrir Valsliðið í kvöld. Haukakonur taka því forystu í einvíginu en það lið sem fyrr sigrar í þrjá leiki stendur uppi sem meistari. Liðin næst á heimavelli Vals að Hlíðarenda það sem Valskonur fá tækifæri til að jafna metin.Afhverju unnu Haukar? Þær voru einfaldlega mikið betri aðilinn á öllum sviðum leiksins i kvöld. Þær tóku frumkvæðið strax í byrjun og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn og var með þrefalda tvennu, 18 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Hún lék oft á tíðum samherja sína glæsilega upp með fallegum sendingum. Stórkostlegur leikmaður sem hrein unun er að horfa þegar hún leikur eins og hún gerði í kvöld.Hvað gekk illa? Valsliðinu gekk illa að hitta körfuna en þær voru með aðeins 31 prósent nýtingu i leiknum í kvöld. Á móti jafn sterku liðið og Haukum dugar það skammt.Hvað gerist næst? Liðin mætast á heimavelli Vals að Hlíðarenda í leik númer tvö, þar fá Valskonur tækifæri til að jafna metin. Til þess þurfa þær að eiga betri leik en þær áttu í kvöld.Haukar-Valur 85-68 (18-16, 19-13, 26-20, 22-19) Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/10 fráköst/6 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 18/12 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 7/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2, Fanney Ragnarsdóttir 1.Valur: Aalyah Whiteside 25/14 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 1/5 stoðsendingar.Aalyah Whitesidevísir/bára dröfnDarri: Erfitt að treysta á að eitthvað gerist Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, sagði liðið aldrei hafa fundið réttu leiðina í sókninni í leiknum í kvöld. „Það gekk rosalega illa sóknarlega og við náðum í raun aldrei að finna leið til að skora endurtekið í kvödl. Það er alltaf rosalega erfitt þegar þú þarft í raun að treysta á að bara eitthvað gerist í sókninni, við þurfum að skoða það vel fyrir næsta leik,“ sagði Darri Freyr að leik loknum. Rósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnIngvar Þór: Núna má ekki slaka á Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður að leik loknum. „Ég er mjög sáttur, varnaleikurinn var lengstum góður og við neyddum þær til að taka erfið skot.“ Ingvar sagði góða byrjun í leiknum hafa skipt sköpum. „Við byrjuðum sterkt og héldum forystunni allan leikinn. En maður verður að passa sig á því að það má ekki slaka á, Valsliðið er hörku gott og við þurftum að hafa fyrir þessu hérna í kvöld þó að lokatölurnar gefi kannski annað til kynna,“ sagði Ingvar. Þjálfarinn var að lokum beðinn um að segja nokkur orð um Helenu Sverrisdóttur sem átti eins og áður sagði frábæran leik í liði Hauka. „Það þarf nú meira en nokkur orð til að lýsa henni en hún var frábær hérna í kvöld og ég held að hún hafi verið með þrefalda tvennur í öllum viðureignum okkar við Val í vetur. Hún er frábær leikmaður sem gerir alla liðsfélaga sína betri, hún tekur mikið til sín og andstæðingurinn leggur mikið upp úr því að stoppa hana og það opnar möguleika fyrir aðra leikmenn liðsins. Mér fannst ég samt fá gott framlag frá öllu liðinu og það var það fyrst og fremst sem skilaði þessum sigri,“ sagði ánægður þjálfari Hauka að leik loknum.Guðbjörg Sverrisdóttirvísir/bára dröfnGuðbjörg: Gat ekki keypt mér körfu Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt með úrslit leiksins. „Þetta var mjög svekkjandi, mér fannst við ekki gera það sem við ætluðum að gera í leiknum og í raun voru þær mikið betri,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg sagði hana sjálfa og liðið þurfa að gera betur í næsta leik. „Ég gat ekki keypt mér körfu hérna í kvöld og vill ekki einu sinni vita hver skotnýtingin mín var. Ég persónulega og allt liðið þurfum að gera betur og spila betur í sókninni í næsta leik,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að leik loknum. Þóra Kristín Jónsdóttirvísir/bára dröfnDagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnDagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnAalyah Whitesidevísir/bára dröfnIngvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnElín Sóley Hrafnkelsdóttirvísir/bára dröfnAalyah Whiteside í baráttunni við Whitney Fraziervísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnWhitney Fraziervísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnSigrún Björg Ólafsdóttirvísir/bára dröfnHelena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnBergþóra Holton Tómasdóttir og Helena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnMagdalena Gísladóttirvísir/bára dröfnAalyah Whitesidevísir/bára dröfnGuðbjörg Sverrisdóttir og Rósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnDarri Freyr Atlasonvísir/bára dröfnIngvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnWhitney Fraziervísir/bára dröfnHelena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnSigrún Björg Ólafsdóttirvísir/bára dröfn Dominos-deild kvenna
Haukar leiða einvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á Val í fyrsta leik í úrslitunum sem fram fór í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Haukakonur byrjuðu leikinn betur og tóku strax frumkvæðið. Valskonur bitu þó frá sér og þegar fyrsti leikhluti rann sitt skeið á enda var munurinn aðeins tvö stig. Í öðrum leikhluta tóku Haukakonur aftur frumkvæðið og vöru ávallt einu og jafnvel tveimur skrefum á undan Valskonum, mestur varð munurinn 13 stig en líkt og í lok fyrsta leikhluta tókst Valskonum að minnka muninn aðeins og þegar flautað var til hálfleiks munaði átta stigum á liðunum. Í seinnihálfleik bættu Haukakonu í og juku forskotið jafnt og þétt á meðan lítið gekk upp hjá Valsliðinu sóknarlega.Góður lokakafli í leikhlutanum lagaði þó stöðuna aðeins fyrir lokaleikhlutann og munurinn 14 stig. Í loka leikhlutanum tókst Valsliðinu ekki að gera nægilega góða atlögu að Haukaliðinu sem hafði fulla stjórn leiknum og landaði að lokum verðskulduðum sigri í leik sem liðið leiddi frá upphafi til enda. Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í kvöld þar sem Haukalið var sterkari aðilinn á öllum sviðum leiksins. Valskonum gekk illa að finna körfuna í kvöld og má segja að slök hittni þeirra hafi kostnað þær leikinn, til að eiga möguleika á móti jafn sterku liðið og Haukum þurfa skotin að detta og það gerðu þau einfaldlega ekki fyrir Valsliðið í kvöld. Haukakonur taka því forystu í einvíginu en það lið sem fyrr sigrar í þrjá leiki stendur uppi sem meistari. Liðin næst á heimavelli Vals að Hlíðarenda það sem Valskonur fá tækifæri til að jafna metin.Afhverju unnu Haukar? Þær voru einfaldlega mikið betri aðilinn á öllum sviðum leiksins i kvöld. Þær tóku frumkvæðið strax í byrjun og létu forystuna aldrei af hendi eftir það.Hverjir stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn og var með þrefalda tvennu, 18 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Hún lék oft á tíðum samherja sína glæsilega upp með fallegum sendingum. Stórkostlegur leikmaður sem hrein unun er að horfa þegar hún leikur eins og hún gerði í kvöld.Hvað gekk illa? Valsliðinu gekk illa að hitta körfuna en þær voru með aðeins 31 prósent nýtingu i leiknum í kvöld. Á móti jafn sterku liðið og Haukum dugar það skammt.Hvað gerist næst? Liðin mætast á heimavelli Vals að Hlíðarenda í leik númer tvö, þar fá Valskonur tækifæri til að jafna metin. Til þess þurfa þær að eiga betri leik en þær áttu í kvöld.Haukar-Valur 85-68 (18-16, 19-13, 26-20, 22-19) Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/10 fráköst/6 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 18/12 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 12/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 10/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 7/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2, Fanney Ragnarsdóttir 1.Valur: Aalyah Whiteside 25/14 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 15/10 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 12, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 4/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 1/5 stoðsendingar.Aalyah Whitesidevísir/bára dröfnDarri: Erfitt að treysta á að eitthvað gerist Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, sagði liðið aldrei hafa fundið réttu leiðina í sókninni í leiknum í kvöld. „Það gekk rosalega illa sóknarlega og við náðum í raun aldrei að finna leið til að skora endurtekið í kvödl. Það er alltaf rosalega erfitt þegar þú þarft í raun að treysta á að bara eitthvað gerist í sókninni, við þurfum að skoða það vel fyrir næsta leik,“ sagði Darri Freyr að leik loknum. Rósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnIngvar Þór: Núna má ekki slaka á Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður að leik loknum. „Ég er mjög sáttur, varnaleikurinn var lengstum góður og við neyddum þær til að taka erfið skot.“ Ingvar sagði góða byrjun í leiknum hafa skipt sköpum. „Við byrjuðum sterkt og héldum forystunni allan leikinn. En maður verður að passa sig á því að það má ekki slaka á, Valsliðið er hörku gott og við þurftum að hafa fyrir þessu hérna í kvöld þó að lokatölurnar gefi kannski annað til kynna,“ sagði Ingvar. Þjálfarinn var að lokum beðinn um að segja nokkur orð um Helenu Sverrisdóttur sem átti eins og áður sagði frábæran leik í liði Hauka. „Það þarf nú meira en nokkur orð til að lýsa henni en hún var frábær hérna í kvöld og ég held að hún hafi verið með þrefalda tvennur í öllum viðureignum okkar við Val í vetur. Hún er frábær leikmaður sem gerir alla liðsfélaga sína betri, hún tekur mikið til sín og andstæðingurinn leggur mikið upp úr því að stoppa hana og það opnar möguleika fyrir aðra leikmenn liðsins. Mér fannst ég samt fá gott framlag frá öllu liðinu og það var það fyrst og fremst sem skilaði þessum sigri,“ sagði ánægður þjálfari Hauka að leik loknum.Guðbjörg Sverrisdóttirvísir/bára dröfnGuðbjörg: Gat ekki keypt mér körfu Guðbjörg Sverrisdóttir leikmaður Vals var að vonum svekkt með úrslit leiksins. „Þetta var mjög svekkjandi, mér fannst við ekki gera það sem við ætluðum að gera í leiknum og í raun voru þær mikið betri,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg sagði hana sjálfa og liðið þurfa að gera betur í næsta leik. „Ég gat ekki keypt mér körfu hérna í kvöld og vill ekki einu sinni vita hver skotnýtingin mín var. Ég persónulega og allt liðið þurfum að gera betur og spila betur í sókninni í næsta leik,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir að leik loknum. Þóra Kristín Jónsdóttirvísir/bára dröfnDagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnDagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnAalyah Whitesidevísir/bára dröfnIngvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnElín Sóley Hrafnkelsdóttirvísir/bára dröfnAalyah Whiteside í baráttunni við Whitney Fraziervísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttirvísir/bára dröfnWhitney Fraziervísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnSigrún Björg Ólafsdóttirvísir/bára dröfnHelena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnBergþóra Holton Tómasdóttir og Helena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnMagdalena Gísladóttirvísir/bára dröfnAalyah Whitesidevísir/bára dröfnGuðbjörg Sverrisdóttir og Rósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnDarri Freyr Atlasonvísir/bára dröfnIngvar Þór Guðjónssonvísir/bára dröfnRósa Björk Pétursdóttirvísir/bára dröfnWhitney Fraziervísir/bára dröfnHelena Sverrisdóttirvísir/bára dröfnSigrún Björg Ólafsdóttirvísir/bára dröfn
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti