Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. apríl 2018 08:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur sagt að skipafloti hans fari til veiða að nýju í sumar. Fréttablaðið/Anton Brink Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira
Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05