Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann Grétar Þór Sigurðsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, spjallar hér við þær Rebekku, Urði, Emilíu Emblu og Ingu Jónu á Laufásborg í gær. Vísir/ANton Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni. Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Leikskólabörnin á Laufásborg fengu skemmtilega heimsókn í gær frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Guðna hafði borist bréf frá fjórum efnilegum stelpum sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í lok mánaðarins. Omar Salama, þjálfari stúlknanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að bréfinu hafi kviknað degi áður. Stelpurnar vildu bjóða honum í heimsókn og sendu honum bréf sem hófst á orðunum „Kæri vinur forseti Íslands“. Á meðan á heimsókninni stóð fylgdist Guðni með stelpunum sýna leikni sína og kænsku við taflborðið. Stelpurnar sendu forseta þetta krúttlega bréf. Fréttablaðið/Anton BrinkOmar segir mikla gleði hafa ríkt á leikskólanum vegna komu forsetans og að hún hafi verið kærkomin. „Þetta sýnir stelpunum hversu mikilvægt þetta er og þær finna alveg fyrir því hvað stuðningurinn er sterkur,“ segir Omar og bendir á hversu gott veganesti það er fyrir stelpurnar að hafa fengið hvatningu forsetans. Stelpurnar halda til Albaníu á morgun ásamt foreldrum sínum til að keppa á HM. „Ein er 6 ára en hinar 5 ára. Þær keppa í aldursflokknum 7 ára og yngri svo við erum örugglega með yngsta liðið,“ segir Omar stoltur. Mótið er með hefðbundnu sniði, tefldar eru kappskákir í níu umferðum. Hver skák getur tekið allt frá tuttugu mínútum upp í þrjá tíma svo ljóst er að mótið er mikil áskorun. Þær hafa æft stíft undanfarnar vikur, tvisvar til þrisvar á dag í um klukkutíma í senn. Fyrir um tveimur mánuðum fóru æfingarnar að taka meira mið af ferðinni á HM. Þá fóru stelpurnar að skoða leikbyrjanir og endatöfl. Omar bendir á að þrátt fyrir að æfingarnar líti út fyrir að vera stífar sé alls engin pressa lögð á stelpurnar. „Við gerum okkar besta og ætlum að hafa gaman af því.“ Á vef Laufásborgar segir að ferðin á HM sé undirbúin í mikilli samvinnu við foreldra og mikil spenna ríki fyrir henni.
Birtist í Fréttablaðinu Skák Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira