Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:00 Baltasar Kormákur í nýja kvikmyndaverinu í Gufunesi sem opnað var formlega í dag. Vísir/Egill Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56