Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:42 Höfuðstöðvar Sinclair í Maryland. Vísir/AP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira