99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2018 11:21 Það er greinilegt á þeim fréttum sem hafa verið að berast úr vatnasvæðunum fyrir austan að veiðitímabilið fer vel af stað. Veiði hófst í Vatnamótunum 1. apríl og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel en alls komu 99 sjóbirtingar á land samkvæmt fréttum frá vefnum Veiða.is en leyfi í Vatnamótin eru seld þar. Veiðimenn fóru heldur seint út til veiða enda var kalt og ítrekað fraus í lykkjum. Þeir sem opnuðu svæðið er sami eða svipaður hópur og hefur gert það undanfarin ár. Vegna veðurs og skilyrða var aðeins veitt í rúmlega fjóra tíma en það skilaði engu að síður níutíu og níu sjóbirtingum á land. Stærsti fiskurinn var 85 sm langur en töluvert var þó af fiski sem var 70-80 sm langur. Fiskur var víða á svæðinu en þar sem vatnið var mjög kalt voru tökurnar frekar grannar eins og veiðimenn þekkja við þau skilyrði. Í fyrra veiddust um 1400 fiskar á svæðinu svo þessi frábæra byrjun vekur upp vonir að heildartalan á þessu tímabili gæti jafnvel farið fram úr því. Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það er greinilegt á þeim fréttum sem hafa verið að berast úr vatnasvæðunum fyrir austan að veiðitímabilið fer vel af stað. Veiði hófst í Vatnamótunum 1. apríl og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel en alls komu 99 sjóbirtingar á land samkvæmt fréttum frá vefnum Veiða.is en leyfi í Vatnamótin eru seld þar. Veiðimenn fóru heldur seint út til veiða enda var kalt og ítrekað fraus í lykkjum. Þeir sem opnuðu svæðið er sami eða svipaður hópur og hefur gert það undanfarin ár. Vegna veðurs og skilyrða var aðeins veitt í rúmlega fjóra tíma en það skilaði engu að síður níutíu og níu sjóbirtingum á land. Stærsti fiskurinn var 85 sm langur en töluvert var þó af fiski sem var 70-80 sm langur. Fiskur var víða á svæðinu en þar sem vatnið var mjög kalt voru tökurnar frekar grannar eins og veiðimenn þekkja við þau skilyrði. Í fyrra veiddust um 1400 fiskar á svæðinu svo þessi frábæra byrjun vekur upp vonir að heildartalan á þessu tímabili gæti jafnvel farið fram úr því.
Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði