Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2018 14:20 Jóhann Helgason ásamt félaga sínum Magnúsi Þór Sigmundssyni. Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á laginu Söknuður. Vill Jóhann meina að lagið Söknuður hafi verið selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Í tilkynningu sem Jóhann sendir fjölmiðlum kemur fram að á blaðamannafundinum verði kynnt ný ensk útgáfa lagsins Söknuðar sem hefur fengið heitið „Into The Light. Er ensku útgáfunni ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum, sem haldinn verður í Hljóðrita á morgun, verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum.Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden.Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Þá gerði einnig írska strákasveitin Westlife vinsæla útgáfu af laginu.Hundruð tónlistarmanna hafa sungið þetta lag inn í plötu, þar á meðal íslenski tenórinn Óskar Pétursson sem gaf lagið út á íslensku. Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á laginu Söknuður. Vill Jóhann meina að lagið Söknuður hafi verið selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“. Í tilkynningu sem Jóhann sendir fjölmiðlum kemur fram að á blaðamannafundinum verði kynnt ný ensk útgáfa lagsins Söknuðar sem hefur fengið heitið „Into The Light. Er ensku útgáfunni ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum, sem haldinn verður í Hljóðrita á morgun, verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum.Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden.Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Þá gerði einnig írska strákasveitin Westlife vinsæla útgáfu af laginu.Hundruð tónlistarmanna hafa sungið þetta lag inn í plötu, þar á meðal íslenski tenórinn Óskar Pétursson sem gaf lagið út á íslensku.
Jóhann Helgason gegn Universal Tónlist Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira