Óttast sömu þróun og í Bandaríkjunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2018 15:45 Hjalti Már Björnsson, segir ástandið ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum en það fari versnandi. Mynd/Skjáskot Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Tíu manns komu á bráðamóttökuna á Landspítalanum um helgina vegna ofneyslu lyfja. Fimm atvik voru alvarleg en af þeim fóru tveir í öndunarstopp en var bjargað með móteitri. Sjá: „Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina“Læknar á bráðamóttöku telja sig sjá aukningu í lífshættulegum tilvikum. Undir þetta tekur Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðadeild Landspítala. „Það er tilfinning okkar að við sjáum meira af þessum tilfellum en á árum áður,“ segir hann. „Það er eins og fjöldi fíkla fari vaxandi og einnig sjáum við einstaklinga oftar koma inn eftir að hafa tekið of stóran skammt og er þá kominn í lífshættu. Þessi morfínskyldu verkjalyf eru mjög öndunarbælandi og ef að fólk tekur of stóran skammt getur öndunin stöðvast og fólk hreinlega dáið vegna þess.“ Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa undanfarið glímt við gríðarmikinn ópíóðafaraldur. Hjalti segir þróunina hér minna á ástandið í Bandaríkjunum þó að það sé enn margfalt minna í sniðum. „Sem betur fer er ástandið ekki jafn slæmt á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þar starfa ég hluta úr ári og þar er hreinlega skelfilegur faraldur í gangi og ástandið á sumum svæðum væri þannig, ef miðað er við sambærilegan fjölda á Íslandi, að hundruðir einstaklinga væru að farast vegna ofskömmtunar á hverju ári. Sumstaðar í Bandaríkjunum er það orðið svo slæmt að fjórði til fimmti hver maður er orðinn ánetjaður sterkum fíkniefnum,“ segir Hjalti. „Hér á Íslandi höfum við ekki jafn slæmt ástand en við höfum séð merki um það að notkun og fíkn fari vaxandi og höfum áhyggjur af því að þróunin verði sú sama og í Bandaríkjunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira