Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 12:00 Tomas Svensson var hinn hressasti í Víkinni í gær. vísir/rakel ósk Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00