Framleiðslustopp á Accord vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2018 08:00 Honda Accord hefur í gegnum árin selst mjög vel í Bandaríkjunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að heimsbyggðin kallar mjög á jepplinga og jeppa þessa dagana og góð sala á slíkum bílum hefur komið mjög niður á sölu á fólksbílum, sérlega af stærri gerðinni. Einn þeirra er Honda Accord, bíll sem nýverið kom fram af nýrri kynslóð og hefur verið mærður fyrir mikil gæði. Það dugar þó ekki til ef enginn vill hann. Nú er svo komið að birgðir af Honda Accord bílum eru komnar í 107 daga í Bandaríkjunum, en meðalbirgðir bíla þar vestra eru gjarnan um 70 dagar. Það hefur orðið til þess að ákveðið hefur verið að stöðva framleiðslu hans í 11 daga í verksmiðju Honda í Marysville í Ohio-ríki. Ekki er þó hægt að segja að Honda Accord seljist beint illa því hann seldist í 322.655 eintökum í fyrra í Bandaríkjunum, en salan minnkaði þó úr 345.225 bílum árið áður. Salan hefur þó minnkað enn hraðar á þessum fyrstu mánuðum ársins í ár. Sem dæmi þá seldist Accord í 37.420 eintökum í febrúar, en salan í febrúar í fyrra var 42.991 bíll. Annar fólksbíll í svipuðum stærðarflokki er Toyota Avensis, en Toyota tók fyrir skömmu ákvörðun um að hætta framleiðslu og sölu hans í Evrópu vegna síminnkandi sölu hans þar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent
Það er kunnara en frá þurfi að segja að heimsbyggðin kallar mjög á jepplinga og jeppa þessa dagana og góð sala á slíkum bílum hefur komið mjög niður á sölu á fólksbílum, sérlega af stærri gerðinni. Einn þeirra er Honda Accord, bíll sem nýverið kom fram af nýrri kynslóð og hefur verið mærður fyrir mikil gæði. Það dugar þó ekki til ef enginn vill hann. Nú er svo komið að birgðir af Honda Accord bílum eru komnar í 107 daga í Bandaríkjunum, en meðalbirgðir bíla þar vestra eru gjarnan um 70 dagar. Það hefur orðið til þess að ákveðið hefur verið að stöðva framleiðslu hans í 11 daga í verksmiðju Honda í Marysville í Ohio-ríki. Ekki er þó hægt að segja að Honda Accord seljist beint illa því hann seldist í 322.655 eintökum í fyrra í Bandaríkjunum, en salan minnkaði þó úr 345.225 bílum árið áður. Salan hefur þó minnkað enn hraðar á þessum fyrstu mánuðum ársins í ár. Sem dæmi þá seldist Accord í 37.420 eintökum í febrúar, en salan í febrúar í fyrra var 42.991 bíll. Annar fólksbíll í svipuðum stærðarflokki er Toyota Avensis, en Toyota tók fyrir skömmu ákvörðun um að hætta framleiðslu og sölu hans í Evrópu vegna síminnkandi sölu hans þar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent