Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. apríl 2018 08:28 Slökkviliðið getur lítið aðhafst þegar eldurinn er jafn kraftmikill og sést hér. Vísir/Birgir Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Gríðarlegt tjón varð í stórbruna í rúmlega fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Garðabæ á níund tímanum í morgun. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar urðu varir við sprengingar þegar eldsins varð vart. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum.Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu.Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði. Þá segir framkvæmdastjóri Icewear að tjónið muni hafa töluverð áhrif á fyrirtækið enda tjónið mikið. Stærstur hluti húsnæðsins er í eigu Regins sem telur að húsið sé ónýtt.Upp úr hádegi náði slökkviliðið tökum á eldinum en liðstyrkur barst frá slökkviliði Isavia á Reykjavíkurflugvelli sem og frá Brunavörnum Árnessýslu. Mikill eldsmatur var í húsinu og þurfti slökkviliðið að rífa þak hússins til þess að auðvelda slökkvistarf. Slökkvilið mun áfram starfa á vettvangi fram á kvöld og nótt, til þess að tryggja að slökkt hafi verið í öllum glæðum.Ítarlega verður fjallað um stórbrunann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem að skoða má framvindu atburða dagsins í Vaktinni, hér fyrir neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent