Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 12:13 Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel. Vísir/Rakel Ósk Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53