Allar eignir Dýrahjálpar líklega gjöreyðilagðar eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 13:21 Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands. Vísir/GVA Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Nær allar eignir Dýrahjálpar Íslands hafa verið geymdar í geymslum hjá fyrirtækinu Geymslur.is. Húsnæðið er að öllum líkindum ónýtt eftir að mikill eldur kviknaði þar á níunda tímanum í morgun. Formaður Dýrahjálpar segir nú fátt annað í stöðunni en að bíða frekari fregna. Samtökin greindu frá tjóninu á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að nær allar eignir Dýrahjálpar hafi verið geymdar í geymslunum síðustu ár. Þá gera samtökin ráð fyrir að eignirnar séu allar horfnar, að því er segir í færslunni. Valgerður Valgeirsdóttir, formaður Dýrahjálpar Íslands, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Við stýrum öllu starfinu í gegnum netið og erum ekki með neina skrifstofu. Við höfum haft allt okkar dót sem við þurfum til að sinna starfinu í þessum þremur geymslum inni í Garðabæ. Þetta er allt sem þarf til að sinna nýjum dýrum,“ segir Valgerður.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Aðspurð segist hún ekki gera sér grein fyrir því hversu umfangsmikið tjónið kemur til með að verða. Hún er þó ekki bjartsýn á að mörgu verði bjargað. „Við höfum ekkert heyrt. Ég veit ekki hvort eldurinn hafi breiðst út um allt þarna en fóðrið er allavega líklegast allt ónýtt vegna reyks.“Ljóst er að fjölmargir hafa tapað eignum sínum, jafnvel heilum búslóðum, í geymsluhúsnæði Geymslna.Vísir/Rakel ÓskValgerður segir starfsmenn samtakanna nú vinna að því að setja saman lista af því sem er í geymslunum. Um sé að ræða fóður, búr, hvolpagrindur, matardallar, kattabæli, teppi, leikföng og örmerkjalesara svo fátt eitt sé nefnt og þetta hafi líklega allt orðið eldinum að bráð. Þá sé einnig efst í forgangsröðinni að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina en talið er að húsið að Miðhrauni 4, þar sem eldurinn kom upp í morgun, sé ónýtt. Valgerður segir Dýrahjálp ekki tryggða fyrir tjóninu en samtökin vonast til þess að samfélagið taki vel í væntanlega styrktarsöfnun ef svo fari að allar eignir séu ónýtar eftir brunann.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15