Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2018 13:41 Slökkviliðið er að störfum. Vísir/Rakel Ósk Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. Notast er við krabba til þess að hjálpa slökkviliðinu að komast í rými sem erfitt getur verið að komast að. „Við erum komnir í seinni áfangann en hann getur oft verið drjúgur í tíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem eldglæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. „Hann fer í gegnum þakið og opnar þá fyrir okkur eða lyftir kannski upp stæðum og við getum þá slökkt í því sem er undir,“ segir Jón Viðar.Krabbinn að störfum.Vísir/Rakel ÓskÍ tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en þar sem reykurinn er mjög skaðlegur sé ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra. Fólki með viðkvæm öndunarfæri er einnig ráðlagt að halda sig inni. Ljóst má þykja að húsnæðið er gjörónýtt en þar var verslun og lager Icewear, geymslur á vegum Geymslna ehf, sem og hluti starfsemi Marels. Meðal þeirra sem bíða fregna af því hvort eitthvað hafi bjargast er Björgvin Halldórsson en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Aðspurður um hvort að eitthvað hafi sloppið segir Jón Viðar að það sé ólíklegt. „Það er svakalega mikið tjón, ef það er ekki eldurinn þá er það vatnið eða reykurinn.“ Vísir er á vettvangi en beina útsendingu frá slökkvistarfinu má sjá hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. Notast er við krabba til þess að hjálpa slökkviliðinu að komast í rými sem erfitt getur verið að komast að. „Við erum komnir í seinni áfangann en hann getur oft verið drjúgur í tíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem eldglæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. „Hann fer í gegnum þakið og opnar þá fyrir okkur eða lyftir kannski upp stæðum og við getum þá slökkt í því sem er undir,“ segir Jón Viðar.Krabbinn að störfum.Vísir/Rakel ÓskÍ tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en þar sem reykurinn er mjög skaðlegur sé ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra. Fólki með viðkvæm öndunarfæri er einnig ráðlagt að halda sig inni. Ljóst má þykja að húsnæðið er gjörónýtt en þar var verslun og lager Icewear, geymslur á vegum Geymslna ehf, sem og hluti starfsemi Marels. Meðal þeirra sem bíða fregna af því hvort eitthvað hafi bjargast er Björgvin Halldórsson en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Aðspurður um hvort að eitthvað hafi sloppið segir Jón Viðar að það sé ólíklegt. „Það er svakalega mikið tjón, ef það er ekki eldurinn þá er það vatnið eða reykurinn.“ Vísir er á vettvangi en beina útsendingu frá slökkvistarfinu má sjá hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52