Sigga Beinteins fékk tár í augun við að horfa á brunann Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 14:06 Sigga Beinteins fór á vettvang og varð brugðið þegar hún sá hversu mikinn eldsvoða var um að ræða. mynd/samsett/GVA/Birgir Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28