Golf

Ævintýralegt klúður Garcia │ Fimm skot beint í vatnið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans.
Garcia tekur hér teighögg á 13. holunni á Augusta árið 2002. Umkringdur azalea-blómunum sem nú bera nafn dóttur hans. vísir/getty
Sergio Garcia getur gleymt þeim draumi að vinna Mastersmótið tvö ár í röð. Það er afrek sem aðeins þrír kylfingar hafa gert í sögunni og eftir daginn í dag þarf Garcia kraftaverk til að leika það eftir.

Garcia, sem vann mótið í fyrra, átti í erfiðleikum strax frá upphafi og var tveimur höggum yfir pari þegar hann mætti á teiginn á 15. holu. Þegar hann mætti á 16. teig var hann kominn á 10 högg yfir par.

Hann sló par 5 holuna á 13 höggum þar sem hann hitti fimm skot í röð beint í vatn. Þrettán höggin eru jöfnun á meti yfir hæsta skor á einni holu á Mastersmótinu.





Martröð Garcia varð enn verri á þeirri staðreynd að hann þurfti 20 högg til að fara þessa sömu holu á fjórum hringjum fyrir ári síðan.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×