Myndasyrpa frá Miðhrauni: Tjónið líklega á annan milljarð Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2018 21:15 Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Slökkvistarf stendur enn yfir í Miðhrauni í Garðabæ þar sem einn af stærstu brunum síðustu ára kom upp í atvinnuhúsnæði í dag. Um 150 viðbragðsaðilar komu að því að ná tökum á brunanum og tjónið er líklega á annan milljarð króna. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starsfemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að brjóta hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Slökkvistarf stendur enn yfir og notast Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við stórvirkar vinnuvélar til að grafa sig inn í húsið, þar sem slökkt er í öllum glæðum sem finnast.Sjá einnig: Gríðarlegt tjón eftir stórbruna í Garðabæ Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt og segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að unnið verði fram eftir nóttu. Lögreglu hefur enn ekki verið afhentur vettvangurinn til rannsóknar þó svo að starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu séu komnir á vettvang til að rannsaka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans í Miðhrauni í morgun. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í morgun.Sjá einnig: Maður handtekinn vegna brunans en hreinsaður af sök Birgir segir að slökkviliðsmenn kanni aðstæður í húsinu. Efri hæðin hjá Geymslum er ónýt en farið verður á neðri hæðina í kvöld og aðstæður skoðaðar þar innandyra. Einn slökkviliðsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll á milli hæða í dag.Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi en ekkert vatnsúðakerfi var í húsinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði í dag að kanna þurfi hvort það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. Þá hafa áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. sett sig í samband við fyrirtækið og tryggingarfélög í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna.Sjá einnig: Dánarbú móðurinnar í eldhafi Sömuleiðis brunnu allar eignir Dýrahjálpar og sviðsmynd fyrir jólatónleika Siggu Beinteins. Hér að neðan má sjá myndir sem starfsmenn fréttastofunnar tóku í Miðhrauni í dag.Vísir/Egill
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang. 5. apríl 2018 10:54
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Sjónarvottar greina frá þremur sprengingum Illa gengur að ráða niðurlögum eldsins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu 5. apríl 2018 11:39