„Þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2018 15:30 Lögregla hóf í dag rannsókn á brunanum í Miðhrauni. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri Icewear segir að tjón fyrirtækisins vegna brunans í miðhrauni í gær hlaupi á hundruðum milljóna. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að starfsfólkið standi þétt saman á þessum erfiða tíma. Allur lager fyrirtækisins varð eldinum að bráð auk tölvubúnaðar og fleira og einn starfsmaður slasaðist í brunanum. „Lagerinn var fullur ef svo má að orði komast,“ segir Aðalsteinn um tjónið í samtali við Vísi. Fyllt er á lagerinn í hverri viku en nú er unnið að því að fá vörur með hraði og lágmarka þannig fjárhagslegan skaða. „Við komumst örugglega inn í húsnæði núna á næstu dögum, allavega bráðabirgðahúsnæði og höldum rekstrinum í fullum gangi. Við erum bara að bregðast við með því að panta vörur og hraða sendingum þannig að við erum bara bjartsýn á að við höldum áfram á fullum hraða, á fullum krafti.“Reynslumikið starfsfólk Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear. Rætt var við starfsmenn lagersins í gær en lögregla gat ekki gefið frekari upplýsingar um þau samtöl á þessu stigi rannsóknarinnar. „Við ætlum ekkert að láta deigan síga, þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar,“ segir Aðalsteinn um framhaldið. Hann segir að auðvitað muni bruninn hafa einhver áhrif en nú er reynt að lágmarka áhrif á sölu og veltu fyrirtækisins. „Við erum í góðu samstarfi við góða byrgja og þeir sýna okkur skilning og senda vörur með hraði.“ Framundan er annasamur tími hjá útivistarfyrirtækjum vegna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið yfir sumartímann. Aðalsteinn segir að starfsfólkið leggist nú á eitt við að takast á við þessa áskorun. „Eflaust hefur þetta einhver áhrif eins og gefur að skilja en við erum mjög bjartsýn á það að við náum að lágmarka skaðann með því að bregðast hratt og vel við. Við erum með mikið af góðu fólki og reynslumiklu og við ætlum bara að þétta raðirnar og spíta í lófana og fara á fullt.“Slökkvilið og lögregla eru enn á vettvangi í Miðhrauni. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af fólki að störfum núna eftir hádegi. Vísir/VilhelmStarfsmaður lagersins fluttur á sjúkrahús með brunasár Aðalsteinn segir að nú sé öllu forgangsraðað þannig að bruninn hafi sem minnst áhrif á verslanir fyrirtækisins. Hann segir að þær verði áfram opnar „eins og ekkert hafi í skorist.“ Nú er beðið eftir því að tölvukerfið verði endurreist svo hægt sé að skoða birgðarstöðu lagersins og meta tjónið vegna brunans. „Við vorum eins vel tryggð og hægt er að vera í stöðunni.“ Varðandi fjárhagslegt tjón vegna lagersins sem brann segir Aðalsteinn: „Þetta eru hundruð milljóna.“ Aðalsteinn segir að hann viti ekki nákvæmlega hvar á lagersvæðinu eldurinn átti upptök sín. „Nei, við getum svo sem aðeins giskað á það. Nú er það náttúrulega komið í hendur lögreglu og réttra aðila að komast að því hvað gerðist. Þetta er auðvitað bara hræðilegt að lenda í þessu fyrir fólkið okkar.“ Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15 til 20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Icewear hópurinn hittist í hádeginu í dag til þess að fara yfir málin, leggja línurnar og ræða framhaldið. Þar fékk hópurinn einnig áfallahjálp. „Það er náttúrulega misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikla aðstoð þeir þurfa í framhaldinu. Auðvitað er þetta áfall. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikla aðstoð en við viljum bara tryggja að það sé gert eins vel og hægt er.“ Brunabjalla gerði fólki viðvart vegma brunans í gær en Aðalsteinn segir að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu þar sem hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. Starfsfólk flúði bygginguna meðal annars með því að brjóta upp hurðir og stökkva út um glugga. Einn starfsmaður á lager Icewear var fluttur á sjúkrahús vegna brunans. „Hann er með brunasár bæði á höfði og handlegg og þetta lítur ekki vel út þannig en hann er ekki alvarlega slasaður, sem betur fer. Hann er með blöðrur og bruna á bæði höfði og handlegg.“ Aðalsteinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar að eldurinn kom upp. „Hann átti fótum sínum fjör að launa að forðast eldinn sem kom á gríðarlegum hraða inn rýmið.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Aðalsteinn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri Icewear segir að tjón fyrirtækisins vegna brunans í miðhrauni í gær hlaupi á hundruðum milljóna. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir að starfsfólkið standi þétt saman á þessum erfiða tíma. Allur lager fyrirtækisins varð eldinum að bráð auk tölvubúnaðar og fleira og einn starfsmaður slasaðist í brunanum. „Lagerinn var fullur ef svo má að orði komast,“ segir Aðalsteinn um tjónið í samtali við Vísi. Fyllt er á lagerinn í hverri viku en nú er unnið að því að fá vörur með hraði og lágmarka þannig fjárhagslegan skaða. „Við komumst örugglega inn í húsnæði núna á næstu dögum, allavega bráðabirgðahúsnæði og höldum rekstrinum í fullum gangi. Við erum bara að bregðast við með því að panta vörur og hraða sendingum þannig að við erum bara bjartsýn á að við höldum áfram á fullum hraða, á fullum krafti.“Reynslumikið starfsfólk Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sagði í samtali við Vísi í dag að talið sé að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear. Rætt var við starfsmenn lagersins í gær en lögregla gat ekki gefið frekari upplýsingar um þau samtöl á þessu stigi rannsóknarinnar. „Við ætlum ekkert að láta deigan síga, þetta bara herðir okkur og við þéttum raðirnar,“ segir Aðalsteinn um framhaldið. Hann segir að auðvitað muni bruninn hafa einhver áhrif en nú er reynt að lágmarka áhrif á sölu og veltu fyrirtækisins. „Við erum í góðu samstarfi við góða byrgja og þeir sýna okkur skilning og senda vörur með hraði.“ Framundan er annasamur tími hjá útivistarfyrirtækjum vegna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið yfir sumartímann. Aðalsteinn segir að starfsfólkið leggist nú á eitt við að takast á við þessa áskorun. „Eflaust hefur þetta einhver áhrif eins og gefur að skilja en við erum mjög bjartsýn á það að við náum að lágmarka skaðann með því að bregðast hratt og vel við. Við erum með mikið af góðu fólki og reynslumiklu og við ætlum bara að þétta raðirnar og spíta í lófana og fara á fullt.“Slökkvilið og lögregla eru enn á vettvangi í Miðhrauni. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd af fólki að störfum núna eftir hádegi. Vísir/VilhelmStarfsmaður lagersins fluttur á sjúkrahús með brunasár Aðalsteinn segir að nú sé öllu forgangsraðað þannig að bruninn hafi sem minnst áhrif á verslanir fyrirtækisins. Hann segir að þær verði áfram opnar „eins og ekkert hafi í skorist.“ Nú er beðið eftir því að tölvukerfið verði endurreist svo hægt sé að skoða birgðarstöðu lagersins og meta tjónið vegna brunans. „Við vorum eins vel tryggð og hægt er að vera í stöðunni.“ Varðandi fjárhagslegt tjón vegna lagersins sem brann segir Aðalsteinn: „Þetta eru hundruð milljóna.“ Aðalsteinn segir að hann viti ekki nákvæmlega hvar á lagersvæðinu eldurinn átti upptök sín. „Nei, við getum svo sem aðeins giskað á það. Nú er það náttúrulega komið í hendur lögreglu og réttra aðila að komast að því hvað gerðist. Þetta er auðvitað bara hræðilegt að lenda í þessu fyrir fólkið okkar.“ Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15 til 20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Icewear hópurinn hittist í hádeginu í dag til þess að fara yfir málin, leggja línurnar og ræða framhaldið. Þar fékk hópurinn einnig áfallahjálp. „Það er náttúrulega misjafnt eftir hverjum og einum hversu mikla aðstoð þeir þurfa í framhaldinu. Auðvitað er þetta áfall. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikla aðstoð en við viljum bara tryggja að það sé gert eins vel og hægt er.“ Brunabjalla gerði fólki viðvart vegma brunans í gær en Aðalsteinn segir að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu þar sem hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. Starfsfólk flúði bygginguna meðal annars með því að brjóta upp hurðir og stökkva út um glugga. Einn starfsmaður á lager Icewear var fluttur á sjúkrahús vegna brunans. „Hann er með brunasár bæði á höfði og handlegg og þetta lítur ekki vel út þannig en hann er ekki alvarlega slasaður, sem betur fer. Hann er með blöðrur og bruna á bæði höfði og handlegg.“ Aðalsteinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar að eldurinn kom upp. „Hann átti fótum sínum fjör að launa að forðast eldinn sem kom á gríðarlegum hraða inn rýmið.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40 Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Lögregla hefur rannsókn á brunanum í Miðhrauni. 6. apríl 2018 08:40
Hugsanlegt að verðmæti í geymslunum séu brunatryggð Hæstaréttarlögmaður segir að leigjendur ættu að láta reyna á hvort skilmálar Geymslna haldi gagnvart lögum. 6. apríl 2018 13:24