Góður starfsandi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þrátt fyrir uppsagnir Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 6. apríl 2018 17:31 Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði sem heyrir undir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Visir/Pjetur Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017-2018 kemur fram að starfsfólki þyki erfitt að sitja undir fréttum þess efnis að erfiður vinnumórall, grasserandi neikvæðni og þungt andrúmsloft ríki á vinnustaðnum. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að deilur milli lækna hafi komið upp og að stofnunin hafi gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hafi haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir hafi svo haft í för með sér meira álag á starfsfólk. Í tilkynningu stjórnarinnar kemur fram að þrátt fyrir allt þetta sem gengið hefur á ríki góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Stjórn starfsmannafélagsins þykir leiðinlegt að upplifun fráfarandi starfsfólks sé sú sem hefur verið lýst í fréttum og vill árétta að almennt ríki góður starfsandi meðal starfsmanna stofnunarinnar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan:Yfirlýsing frá stjórn starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða 2017 og 2018.Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um uppsagnir stjórnenda á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fram kemur í fréttum að málið snúist að hluta til um slæman starfsanda, erfiðan vinnumóral, þungt andrúmsloft og grasserandi neikvæðni. Okkur starfsfólki finnst erfitt að sitja undir þessum fréttum, okkur sárnar og finnst að okkur vegið með þessari framsetningu.Víða um land hafa verið erfiðleikar í rekstri heilbrigðisstofnana. Illa hefur gengið að manna lykilstöður og ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn til rekstrar. Auk fyrrgreindra erfiðleika hafa komið upp deilur milli lækna hér á Hvest og stofnunin hefur einnig gengið í gegnum stórt sameiningarferli sem hefur haft í för með sér breytingar á starfsemi. Allir þessir þættir skapa aukið álag á starfsfólk. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þá hefur ríkt góður starfsandi og vinskapur meðal almenns starfsfólks. Við höfum eftir fremsta megni lagt okkur fram við að sinna okkar störfum og samskiptum við skjólstæðinga þannig að fagmennska og gæði séu í forgangi. Gert okkar ítrasta til að halda skjólstæðingum utan við þær deilur sem upp hafa komið og reynt að miðla áfram gleðinni sem felst í þeim gefandi störfum sem við heilbrigðisstarfsfólk sinnum. Starfsmannafélag starfar af krafti við stofnunina og félagslíf verið mikið og gott. Haldnar eru árshátíðir þar sem allir leggja sig fram við að skemmta sér og öðrum. Farið í óvissuferðir, gönguferðir, haldin fjölskyldugrill og skíðadagar svo nokkuð sé nefnt. Þátttaka í slíkum viðburðum eflir starfsanda og auðveldar nýju starfsfólki að kynnast samstarfsfólki og falla inn i hópinn.Okkur þykir leitt að upplifun fráfarandi starfsmanna hafi verið sú sem í fréttum er lýst en viljum árétta að almennt meðal starfsmanna er góður starfsandi og við hlökkum til að þjónusta íbúa Vestfjarða á komandi árum með faglegu starfi í heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Þrír yfirmenn hafa sagt upp hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Uppsagnirnar bárust fyrir páska. 4. apríl 2018 10:16