Fimm trend sem eru að koma aftur Ritstjórn skrifar 7. apríl 2018 09:00 Glamour/Getty Nú þegar vorið er handan við hornið fara margir að vilja breyta til í fataskápnum, og jafnvel bæta einhverjum nýjum flíkum inn í hann. Hér eru trend sem verða áberandi í sumar, en öll þeirra höfum við séð áður, en bjuggumst hins vegar ekki við að sjá þau aftur svona fljótt. Köflótt og samsett Köflótt mynstur hefur verið mjög vinsælt í allan vetur en nú er það aðeins að breytast, og er það orðið litríkara og stærra. Taktu Cher úr Clueless til fyrirmyndar og farðu í samstæðar köflóttar flíkur úr skærum lit, og annaðhvort með jakka við stutt pils, eða stuttan topp við útvíðar buxur. Úr sumarlínu Wood Wood 2018. Sportleg sólgleraugu Íþróttatískan sem hefur verið yfirráðandi síðustu ár hefur varla farið framhjá neinum, og nú á hún einnig við þegar kemur að sólgleraugum. Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti nýjustu sólgleraugu sumarsins frá sínu merki og það er gleraugnastíll sem við könnumst helst við hjá þeim sem stunda íþróttir - með marglituðu speglagleri og í sportlegum stíl. Ekki verra að þessi gleraugu henta jafn vel á strætum borgarinnar sem og við allskyns útivist í sumar. Mjög víðar gallabuxur Mjög víðar gallabuxur er flík sem að margir óskuðu sér að sjá aldrei aftur, en þær eru komnar aftur. Danska fatamerkið Ganni kynnti nýja gallafatalínu fyrir sumarið á dögunum, þar sem við sjáum þessar buxur í allri sinni dýrð. Nýjustu gallabuxurnar frá Ganni. Isabel Marant. Krumpugallinn Gamli góði krumpugallinn var mjög áberandi fyrir sumarið, ekki bara hjá íþróttamerkjunum heldur einnig tískuhúsum eins og Gucci og Isabel Marant. Peysan og buxurnar eru helst með stroffi að neðan, og eru úr þunnu efni sem krumpast auðveldlega. Notaðu þinn galla helst við háhælaða skó. Neil Barrett. Höfuðfat vorsins Þessi hattur sem kallast “bucket hat” á ensku, hefur oftast verið kenndur við hjólabrettakappa eða veiðimenn. Hins vegar var hann mjög áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið og sérstaklega hjá tískuhúsum eins og Neil Barrett, Prada og Louis Vuitton. Trend sem bæði kynin ættu að tileinka sér sem fyrst. Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sturlaðir tímar Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Passa sig Glamour Mest lesnu Glamour fréttirnar á árinu Glamour Með toppinn í lagi Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour CVS ætla að hætta að nota Photoshop Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour
Nú þegar vorið er handan við hornið fara margir að vilja breyta til í fataskápnum, og jafnvel bæta einhverjum nýjum flíkum inn í hann. Hér eru trend sem verða áberandi í sumar, en öll þeirra höfum við séð áður, en bjuggumst hins vegar ekki við að sjá þau aftur svona fljótt. Köflótt og samsett Köflótt mynstur hefur verið mjög vinsælt í allan vetur en nú er það aðeins að breytast, og er það orðið litríkara og stærra. Taktu Cher úr Clueless til fyrirmyndar og farðu í samstæðar köflóttar flíkur úr skærum lit, og annaðhvort með jakka við stutt pils, eða stuttan topp við útvíðar buxur. Úr sumarlínu Wood Wood 2018. Sportleg sólgleraugu Íþróttatískan sem hefur verið yfirráðandi síðustu ár hefur varla farið framhjá neinum, og nú á hún einnig við þegar kemur að sólgleraugum. Breski fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti nýjustu sólgleraugu sumarsins frá sínu merki og það er gleraugnastíll sem við könnumst helst við hjá þeim sem stunda íþróttir - með marglituðu speglagleri og í sportlegum stíl. Ekki verra að þessi gleraugu henta jafn vel á strætum borgarinnar sem og við allskyns útivist í sumar. Mjög víðar gallabuxur Mjög víðar gallabuxur er flík sem að margir óskuðu sér að sjá aldrei aftur, en þær eru komnar aftur. Danska fatamerkið Ganni kynnti nýja gallafatalínu fyrir sumarið á dögunum, þar sem við sjáum þessar buxur í allri sinni dýrð. Nýjustu gallabuxurnar frá Ganni. Isabel Marant. Krumpugallinn Gamli góði krumpugallinn var mjög áberandi fyrir sumarið, ekki bara hjá íþróttamerkjunum heldur einnig tískuhúsum eins og Gucci og Isabel Marant. Peysan og buxurnar eru helst með stroffi að neðan, og eru úr þunnu efni sem krumpast auðveldlega. Notaðu þinn galla helst við háhælaða skó. Neil Barrett. Höfuðfat vorsins Þessi hattur sem kallast “bucket hat” á ensku, hefur oftast verið kenndur við hjólabrettakappa eða veiðimenn. Hins vegar var hann mjög áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið og sérstaklega hjá tískuhúsum eins og Neil Barrett, Prada og Louis Vuitton. Trend sem bæði kynin ættu að tileinka sér sem fyrst.
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sturlaðir tímar Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Passa sig Glamour Mest lesnu Glamour fréttirnar á árinu Glamour Með toppinn í lagi Glamour Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour CVS ætla að hætta að nota Photoshop Glamour Svart og hvítt á rauðum dregli Glamour