Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. apríl 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson slökkvliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Stefán Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn. Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. Lengri tíma tók að slökkva glæður í lagerrými hússins. Margir slökkviliðsmenn unnu í rúman sólarhring. „Þetta hefur tekið töluvert lengri tíma en við áttum von á, við vorum kannski svolítið bjartsýnir en það kemur ekki að sök. Þetta verður bara að fá að taka þann tíma sem það tekur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, um stöðuna á vettvangi stórbrunans í Miðvangi 4 á fimmtudag. Bjartsýnin sem Jón Viðar vísar þarna í snýr að þeim áætlunum slökkviliðsins að ná að afhenda lögreglu vettvanginn um hádegisbil í gær til rannsóknar. „Það gekk ekki eftir. Vinnan í miðrýminu, þar sem lagerinn var, tók lengri tíma og það voru fleiri og stærri hreiður í hrúgunni sem þurfti að vakta og slökkva í.“ Slökkviliðið hefur því farið sér að engu óðslega og vilja menn ganga úr skugga um öryggi rústanna áður en lögreglu er hleypt að vettvangi. Jón Viðar segir það enda ekki hafa verið aðaláhyggjuefnið í gær. „Þetta tekur bara tíma. Það hefur verið erfitt hjá okkur hreinlega að manna í dag [gær]. Fólk var náttúrulega þreytt og þarfnast hvíldar þannig að við höfum verið þunnskipuð í dag [gær], sem er bara eðlilegt eftir svona mikil átök.“ Slökkviliðsstjórinn segir marga hafa staðið mjög vaktina lengi í kjölfar brunans. „Sólarhring eða jafnvel meira. Svo bilaði hjá okkur bíll, sem kom ekki að sök í þessari vinnu á vettvangi, en bara að koma honum í lag tók þrotlausa vinnu í einn og hálfan sólarhring. Þannig að þetta tekur á, en allt tekur þetta enda og bjartari tímar koma.“ Slökkviliðið fylgdi nokkrum fulltrúum lögreglunnar um brunasvæðið og nærri rústunum seinnipartinn í gær en Jón Viðar segir að það hafi ekki verið eiginleg rannsókn á vettvangi. Lögreglumenn hafi aðeins verið að fá yfirsýn yfir vettvanginn. Staðan verður tekin í dag, föstudag, og rannsóknaraðilum þá hugsanlega afhentur vettvangurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58