Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2018 20:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, ætlar að skipa starfshóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja. VÍSIR/EYÞÓR Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, var málshefjandi sérstakrar umræðu um smálán á Alþingi í dag en hún sagði meðal annars í ræðu sinni marga telja starfsemi smálánafyrirtækja óforskammaða og sagði sum fyrirtækin hafa farið á svig við lög sem var ætlað að koma á þau böndum. „Starfsemi smálánafyrirtækjanna felst í því að lána fé til skamms tíma og eru vextir gríðarháir. Þannig geta nafnvextir á ársgrundvelli numið hundruðum prósenta. Samkvæmt gildandi lögum er slík vaxtataka ólögleg en farið er í kringum það með því að kalla vextina lántökukostnað, og ýmsum öðrum yfirdrepsskap er beitt til að hækka endurgjaldið fyrir lánveitinguna umfram það sem heimilt er,“ sagði Bjarkey. Ennfremur rifjaði hún upp nýlegar upplýsingar frá Umboðsmanni skuldara sem benda til þess að smálán séu nú ein helsta orsök þess að ungt fólk lendi í skuldavandræðum.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, var málshefjandi umræðunnar.Vísir„Það er einnig mál margra að smálánum sé einkum beint að samfélagshópum sem búa við slakan efnahag og ungu fólki. Nýlegar upplýsingar frá embætti umboðsmanns skuldara staðfesta þetta og sýna svo ekki verður um villst að það er einkum ungt, tekjulágt fólk sem tekur smálánin og ratar í slíkan greiðsluvanda vegna þeirra að það neyðist til að leita aðstoðar embættisins við að leysa úr vandkvæðum sínum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðar, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, sagði að innan hennar ráðuneytis væri þegar byrjað að skoða starfsemi smálánafyrirtækja og til stæði að skipa starfshóp sem ætlað væri að koma með lausnir í málaflokknum. „Það er mín skoðun út frá sjónarmiðum um neytendavernd að núverandi staða mála þegar kemur að regluverki smálánafyrirtækja sé ekki eins og best verður á kosið og ástæða sé til að taka þau mál til nánari skoðunar,“ sagði ráðherrann og vék að þáttum er varða úrbætur á kerfinu. “Varðandi hvað sé hægt að gera í úrbótaskyni af hálfu löggjafans þá eru þar ýmsar leiðir sem mögulega koma til greina, m.a. að gera starfsemina leyfisskylda, skilgreina smálánafyrirtæki sem fjármálafyrirtæki og færa þau þannig undir Fjármálaeftirlitið, gera auknar kröfur um upplýsingaskyldu og ýmislegt fleira.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, var málshefjandi sérstakrar umræðu um smálán á Alþingi í dag en hún sagði meðal annars í ræðu sinni marga telja starfsemi smálánafyrirtækja óforskammaða og sagði sum fyrirtækin hafa farið á svig við lög sem var ætlað að koma á þau böndum. „Starfsemi smálánafyrirtækjanna felst í því að lána fé til skamms tíma og eru vextir gríðarháir. Þannig geta nafnvextir á ársgrundvelli numið hundruðum prósenta. Samkvæmt gildandi lögum er slík vaxtataka ólögleg en farið er í kringum það með því að kalla vextina lántökukostnað, og ýmsum öðrum yfirdrepsskap er beitt til að hækka endurgjaldið fyrir lánveitinguna umfram það sem heimilt er,“ sagði Bjarkey. Ennfremur rifjaði hún upp nýlegar upplýsingar frá Umboðsmanni skuldara sem benda til þess að smálán séu nú ein helsta orsök þess að ungt fólk lendi í skuldavandræðum.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, var málshefjandi umræðunnar.Vísir„Það er einnig mál margra að smálánum sé einkum beint að samfélagshópum sem búa við slakan efnahag og ungu fólki. Nýlegar upplýsingar frá embætti umboðsmanns skuldara staðfesta þetta og sýna svo ekki verður um villst að það er einkum ungt, tekjulágt fólk sem tekur smálánin og ratar í slíkan greiðsluvanda vegna þeirra að það neyðist til að leita aðstoðar embættisins við að leysa úr vandkvæðum sínum.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðar, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, sagði að innan hennar ráðuneytis væri þegar byrjað að skoða starfsemi smálánafyrirtækja og til stæði að skipa starfshóp sem ætlað væri að koma með lausnir í málaflokknum. „Það er mín skoðun út frá sjónarmiðum um neytendavernd að núverandi staða mála þegar kemur að regluverki smálánafyrirtækja sé ekki eins og best verður á kosið og ástæða sé til að taka þau mál til nánari skoðunar,“ sagði ráðherrann og vék að þáttum er varða úrbætur á kerfinu. “Varðandi hvað sé hægt að gera í úrbótaskyni af hálfu löggjafans þá eru þar ýmsar leiðir sem mögulega koma til greina, m.a. að gera starfsemina leyfisskylda, skilgreina smálánafyrirtæki sem fjármálafyrirtæki og færa þau þannig undir Fjármálaeftirlitið, gera auknar kröfur um upplýsingaskyldu og ýmislegt fleira.“Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. 22. febrúar 2018 12:20