17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. mars 2018 00:45 Maðurinn reyndist sem betur fer furðu lítið slasaður. Vísir/Magnús Hlynur. Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur. Lögreglumál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Sautján tonna grafa valt af tengivagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í kvöld. Einn varð undir gröfunni er hún valt af vagninum. Brunavarnir Rangárþings og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi fengu útkall klukkan 22:25 og sendu mikið björgunarlið á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig send á staðinn auk björgunarsveita. Frá björgunaraðgerðum.Vísir Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Rangárþings, segir aðstæður á vettvangi hafa verið ágætar en gott veður var á staðnum. Hann segir björgunaraðgerðina hafa verið nokkuð flókna en kallað hafi verið til öll þau tæki sem hægt hafi verið að kalla til, t il þess að ná manninum undan en hann var með meðvitund alla tímann og furðu lítið slasaður, að sögn Leifs. Til þess að lyfta gröfunni voru notaðir spilvírar af björgunarsveitarbílum sem komu á vettvang. Alls tóku á bilinu 30-40 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn þátt í aðgerðum en með samspili allra þessara aðila tókst björgunin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti svo manninn, eftir að hann náðist undan gröfunni, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til nánari skoðunar. Tildrög slyssins eru ókunn og eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var verið að vinna með vélina á pallinum þegar slysið varð. Frá slysstað.Vísir/Magnús Hlynur.
Lögreglumál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent