Ertu á sýru? Ritstjórn skrifar 30. mars 2018 02:00 Glamour/Getty Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávaxtasýrur hafi bætandi áhrif á húðina á svo marga vegu. Ávaxtasýrur eru, eins og nafnið gefur til kynna, unnar úr ávöxtum eins og t.d. vínberjum, appelsínum og, eplum og sykurreyr. Sýrurnar eru gæddar þeim eiginleikum að þær flýta fyrir því aðflögnun á ysta húðlagið flagni og endurnýjun á húðfrumur endurnýist. Sökum þessa virka sýrurnar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar sem og þurrki og ýmsum öðrum kvillum og skemmdum á húðinni. Ávaxtasýrur má finna í hinum ýmsu kremum og öðrum snyrtivörum. Einnig er boðið upp á ávaxtasýrumeðferðir sem eru með mismunandi styrkleika eftir því hverju kúnninn er að sækjast eftir. Hvort tveggja snyrtistofur og húðlæknar bjóða upp á slíkar meðferðir. Sé farið í sterkar ávaxtasýrur er nauðsynlegt að ráðfæra sig fyrst við lækni varðandi sýrustigið því að sé farið of geyst af stað í byrjun getur myndast bruni í húðinni. Þegar einstaklingur er að nota mikið magn af ávaxtasýrum eða hefur sótt meðferð þá er eindregið mælt með því að hann forðist mikið sólarljós og ljósabekki og noti daglega sólarvörn daglega.Neostrata Daytime protection cream, rakakrem. Rakagefandi og olíulaust krem sem að veitir vörn gegn geislum sólar. Inniheldur mildar ávaxtasýrur og gefur húðinni ferskt útlit.Neostrata High potency cream, rakakrem. Mjög virkt andlitskrem eingöngu fyrir þá sem að eru vanir að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki öldrunar. Notist samkvæmt leiðbeiningum frá lækni.Skyn Iceland Nordic skin peel. Kælandi djúphreinsi skrúbbur með ávaxtasýrum. Kemur í skífuformi og húðin öðlast dýpri hreinsun. Hægt er að skipta ávaxtasýrum niður í tvo flokka, AHA og PHA. AHA- – sýrur (alpha-hydroxy acids) AHA- sýrur fjarlægja dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Þessar tilteknur sýrur vinna því gegn öldrun húðarinnar og skilja eftir sig mýkri og stinnari húð. Samstundis er hægt að sjá árangur í áferð og ljóma en með áframhaldandi meðferð má fljótt sjá að húðin verður teygjanlegri og að fínumar línumr fara fækkandi. PHA- – sýrur (poly-hydroxy acids) PHA- sýrur henta einstaklega vel þeim sem eru með þurra og viðkvæma húð, einnig þeim sem eru með rósroða, exemi eða aðra húðkvilla. Þessar sýrur eru náttúrulegt andoóxunarefni og gefa húðinni einstakan raka. Þær PHA sjá til þess að húðin haldi sínu náttúrulega kollaogeni og að raki húðarinnar haldist vel yfir daginn. Sýrurnar draga úr roða húðarinnar í húðinni og er mælt með þeim eftir ýmsar aðgerðir þar sem þær draga úr líkum á að ljót ör geti myndast. Af hverju Glamour elskar ávaxtasýrur.Þær vinna gegn öldrun húðarinnarAuka teygjanleika húðarinnarÞær eru náttúrulegarÁrangur má sjá nánast samstundisÞær gefa húðinni ljómaHægt er að finna blöndu sem hentar öllum húðgerðumÞær gefa húðinni góðan rakaÖrva framleiðslu á kollagen og elastíni í húðinniÞær jafna lit húðarinnarMinnka óhreinindi í húðarinnar Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávaxtasýrur hafi bætandi áhrif á húðina á svo marga vegu. Ávaxtasýrur eru, eins og nafnið gefur til kynna, unnar úr ávöxtum eins og t.d. vínberjum, appelsínum og, eplum og sykurreyr. Sýrurnar eru gæddar þeim eiginleikum að þær flýta fyrir því aðflögnun á ysta húðlagið flagni og endurnýjun á húðfrumur endurnýist. Sökum þessa virka sýrurnar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar sem og þurrki og ýmsum öðrum kvillum og skemmdum á húðinni. Ávaxtasýrur má finna í hinum ýmsu kremum og öðrum snyrtivörum. Einnig er boðið upp á ávaxtasýrumeðferðir sem eru með mismunandi styrkleika eftir því hverju kúnninn er að sækjast eftir. Hvort tveggja snyrtistofur og húðlæknar bjóða upp á slíkar meðferðir. Sé farið í sterkar ávaxtasýrur er nauðsynlegt að ráðfæra sig fyrst við lækni varðandi sýrustigið því að sé farið of geyst af stað í byrjun getur myndast bruni í húðinni. Þegar einstaklingur er að nota mikið magn af ávaxtasýrum eða hefur sótt meðferð þá er eindregið mælt með því að hann forðist mikið sólarljós og ljósabekki og noti daglega sólarvörn daglega.Neostrata Daytime protection cream, rakakrem. Rakagefandi og olíulaust krem sem að veitir vörn gegn geislum sólar. Inniheldur mildar ávaxtasýrur og gefur húðinni ferskt útlit.Neostrata High potency cream, rakakrem. Mjög virkt andlitskrem eingöngu fyrir þá sem að eru vanir að nota AHA sýrur. Hjálpar til við að leiðrétta sýnileg merki öldrunar. Notist samkvæmt leiðbeiningum frá lækni.Skyn Iceland Nordic skin peel. Kælandi djúphreinsi skrúbbur með ávaxtasýrum. Kemur í skífuformi og húðin öðlast dýpri hreinsun. Hægt er að skipta ávaxtasýrum niður í tvo flokka, AHA og PHA. AHA- – sýrur (alpha-hydroxy acids) AHA- sýrur fjarlægja dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Þessar tilteknur sýrur vinna því gegn öldrun húðarinnar og skilja eftir sig mýkri og stinnari húð. Samstundis er hægt að sjá árangur í áferð og ljóma en með áframhaldandi meðferð má fljótt sjá að húðin verður teygjanlegri og að fínumar línumr fara fækkandi. PHA- – sýrur (poly-hydroxy acids) PHA- sýrur henta einstaklega vel þeim sem eru með þurra og viðkvæma húð, einnig þeim sem eru með rósroða, exemi eða aðra húðkvilla. Þessar sýrur eru náttúrulegt andoóxunarefni og gefa húðinni einstakan raka. Þær PHA sjá til þess að húðin haldi sínu náttúrulega kollaogeni og að raki húðarinnar haldist vel yfir daginn. Sýrurnar draga úr roða húðarinnar í húðinni og er mælt með þeim eftir ýmsar aðgerðir þar sem þær draga úr líkum á að ljót ör geti myndast. Af hverju Glamour elskar ávaxtasýrur.Þær vinna gegn öldrun húðarinnarAuka teygjanleika húðarinnarÞær eru náttúrulegarÁrangur má sjá nánast samstundisÞær gefa húðinni ljómaHægt er að finna blöndu sem hentar öllum húðgerðumÞær gefa húðinni góðan rakaÖrva framleiðslu á kollagen og elastíni í húðinniÞær jafna lit húðarinnarMinnka óhreinindi í húðarinnar
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour