Innlent

Hægviðri en dálítil úrkoma

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag.
Á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag. VÍSIR/VILHELM
Í dag, föstudaginn langa, má búast við fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt víðast hvar á landinu. Þá má einnig búast við dálítilli úrkomu í flestum landshlutum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á höfuðborgarsvæðinu verður breytileg átt og skýjað að mestu en líkur á lítilsháttar rigningu eða slyddu öðru hvoru í dag. Hiti 2 til 6 stig að deginum.

Á morgun verður að öllum líkindum þurrt í veðri nema allra syðst á landinu og þá fer veður kólnandi. Búast má við frosti um allt land að næturlagi og hiti fer að öllum líkindum ekki yfir 5-6 gráður yfir hádaginn – þar sem best lætur. Útlit er fyrir að einna mildast verði við suður- og suðvesturströndina.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Í dag:

Norðlæg átt, 3-10 í dag, en austlægari á morgun. Skýjað að mestu og allvíða dálítil úrkoma, en yfirleitt þurrt á morgun, síst syðst. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast syðst.

Á sunnudag (páskadagur):

Fremur hæg breytileg átt. Dálítil snjókoma eða él norðvestan- og vestanlands, en annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag (annar í páskum):

Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil snjókoma eða él í flestum landshlutum, einkum sunnanlands. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suðurströndina að deginum. Talsvert frost um kvöldið.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustanátt með éljagangi og svölu veðri, en yfirleitt þurrt SV-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×