Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2018 20:15 Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. Leiðsögumaður sem varð vitni að athæfi mannsins segir að ferðamaðurinn hafi með þessu sett sjálfan sig í stórhættu.Rúv greindi fyrst fráen í samtali við Vísi segir Páll Jónsson, leiðsögumaður sem var við Jökulsárlón í dag og tók myndskeið af athæfi mannsins, að maðurinn hafi verið kominn töluvert langt út lónið. Fjöldi ferðamanna varð vitni að atvikinu.„Já, það var fólk þarna skelfingu lostið, aðrir leiðsögumenn og Íslendingar. Svo var hann þarna með þessa flottu „selfie-stöng“ og myndavél,“ segir Páll og bætir við að ferðamennirnir hafi klappað fyrir honum og ekki gert sér grein fyrir hættunni sem skapaðist.Rann til en náði að rétta sig afÁ myndbandi sem Páll tók og sjá má hér að ofan og neðan sést hvernig hann stekkur á milli ísjaka til þess að komast aftur í land. Segir Páll að ferðamaðurinn hafi farið lengra út á lónið en sést í myndböndunu. Í myndbandinu hér að neðan sést hvernig honum skrikar fótur og litlu megi muna að hann detti í lónið. Segir Páll að hefði það gerst hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, enda Jökulsárlón jú jökulkalt, auk þess sem að ísinn var á töluverðri hreyfingu.„Þetta íshröngl þarna, þó að þetta séu engin ísbjörg, þá eru þetta flekar og sjórinn ýtir á þetta. Þetta kemur og þó að menn verði ekki að pönnuköku þá hefði hann getað beinbrotnað. Ef hann hefði dottið þarna niður á milli þá hefði það berið verið endirinn á þessu. Hann hefði ekki getað komið upp sjálfur. Það hefði enginn náð honum upp aftur.“ segir Páll.Sagðist vera „ís-sérfræðingur“ Þegar ferðamaðurinn komst í land labbaði hann fram hjá Páli sem ræddi stuttlega við hann og reyndi að útskýra fyrir honum hversu hættulegt athæfi hans hafi verið. Ferðamaðurinn afsakaði sig með því að segjast hafa mikla reynslu af ís frá Kanada. „Ég sagði við hann að hann væri heppnasti maðurinn í heiminum í dag. Hann skýrði það út fyrir mér að svo væri ekki þar sem hann væri frá Kanada. Hann væri vanur ís í Kanada. Ég sagði að það gæti vel verið að hann væri frá Kanada en að hann væri einnig mannlegur.“ Á svæðinu er viðvörunarskilti sem varar viðstadda við að fara út á ísilagt lónið. Reglulega koma þó upp atvik þar sem ferðamenn hunsa skiltið og fara út á ísinn. Eru dæmi þess að börn hafi farið eftirlitslaus út á ísinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34 Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22 Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag. 26. nóvember 2017 18:34
Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. 18. apríl 2016 11:22
Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í. 8. ágúst 2017 06:00