Páskahret ekki gengið yfir landið í rúm tuttugu ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, annan í páskum. VÍSIR/VILHELM Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur. Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Sjá meira
Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fleiri fréttir Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Sjá meira
Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04