Hætta ekki að leita svara Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2018 15:40 Eva Hauksdóttir og Haukur Hilmarsson. Vísir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja. Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. Það hafi þau ekki fengið eftir að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, ræddi við Nurettin Canikli, varnarmálaráðherra Tyrklands, í síma í gær. Canikli sagði Tyrkja ekki vera með Hauk í haldi. Í færslu á bloggsíðu sinni segir Eva að það megi skilja sem að þeir séu ekki með lík hans heldur. „Við hljótum að reikna með að hann sé þá í það minnsta ekki á neinni skrá hjá þeim heldur hafi hann annaðhvort bjargast á einhvern dularfullan hátt, eða það sem líklegra er, að jarðneskar leifar hans séu einhvers staðar milli þorpanna Badina og Demilya,“ skrifar Eva. Hún segir fjölskyldu Hauks hafa heyrt frá fyrstu hendi sögu fólk sem fékk lík ástvina sem féllu í Sýrlandi allt að tveimur árum seinna. Það sé þó ekki það mikilvægasta sem fjölskyldan sé eftir. „Okkur vantar ekki líkið sem slíkt heldur staðfestingu á því að Haukur sé látinn. Við höfum hana ekki en við höfum þó staðfestingu á því að hann sé ekki í haldi Tyrkja. Við erum sammála um það ég og faðir Hauks, unnusta hans og uppkominn bróðir, að láta ekki þagga niður í okkur út á möguleikann á því að líkið finnist.“ Færslu Evu fylgir yfirlýsing þar sem fjölskylda Hauks biður fólk um að taka þátttöku hans í átökunum sér ekki til fyrirmyndar. „Við teljum afar óæskilegt að styðja frelsisbaráttu ofsóttra hópa með þeim hætti sem Haukur hefur gert síðustu 9 mánuðina og biðjum fólk fyrir alla muni að taka hann sér ekki til fyrirmyndar að því leyti. Það eru til ótal aðrar og öruggari aðferðir til að styðja baráttuna gegn kúgun og ofsóknum og af skrifum Hauks að dæma er það hreint ekki eins spennandi og ætla mætti að taka þátt í vopnuðum átökum.“ Eva skrifaði sömuleiðis um ástandið í Sýrlandi og aðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum og kallar hún eftir því að íslenska ríkið fordæmi aðgerðir Tyrkja.
Mál Hauks Hilmarssonar Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir „Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45 Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði Barðist með systursamtökum YPG. 19. mars 2018 15:41 Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans. 17. mars 2018 19:45
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 19. mars 2018 14:46