Biðja leikara The Crown afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 16:25 Claire Foy í hlutverki Englandsdrottningar en fyrir aftan hana stendur Matt Smith í hlutverki eiginmanns drottningarinnar. Netflix Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Netflix-seríunnar The Crown hefur beðið aðalleikarar fyrstu tveggja þáttaraðanna afsökunar á að hafa gefið upp að karlinn í aðalhlutverki hefði fengið meira borgað en konan í aðalhlutverki. Framleiðslufyrirtækið heitir Left Bank Pictures en það sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau Claire Foy og Matt Smith eru beðin afsökunar á því að hafa verið skilin eftir í fjölmiðlastormi vegna ummæla framleiðendanna.The Crown fjallar um ævi Elísabetar Englandsdrottningar en Claire Foy lék hana í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Matt Smith lék Filipus prins eiginmann Englandsdrottningar í þáttunum. Framleiðendur þáttanna sóttu málþing í Jerúsalem í síðustu viku þar sem Suzanne Mackie upplýsti að Foy hefði fengið minna borgað en Smith. Var ástæðan sögð sú að Smith var mun þekktari leikari vegna hlutverks hans í þáttunum Dr Who. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og var skorað á Smith að gefa launamismuninn til Time´s Up hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni sem barst fjölmiðlum ytra fyrr í dag segir að framleiðslufyrirtækið beri alla ábyrgð á þessum launamun og er tekið fram að leikararnir hafi ekki vitað af honum. Fyrirtækið segist sýna þessari baráttu fyrir jöfnum launum kynjanna fullan stuðning og muni gera allt sem hægt er til að tryggja að svo verði í framtíðinni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Claire Foy fékk minna borgað en mótleikari hennar í The Crown Framleiðendurnir segja frægð Matt Smith hafa átt þátt í því. 13. mars 2018 21:54