Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 10:28 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal. Vísir/Ernir Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56