ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Jonathan A. Greenblatt, forstjóri ADL, var eitt sinn sem aðstoðarmaður Baracks Obama í Hvíta húsinu Vísir/EPA Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Samtökin hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. „Fari svo að Ísland banni umskurð drengja og þar með gera það ómögulegt fyrir gyðinga og múslima að ala upp fjölskyldur í landinu, lofum við því að Íslandi verður hampað af nýnasistum, rasistum og öðrum öfgahópum,“ segir í umsögn Jonathans A. Greenblatt, forstjóra ADL, um frumvarp um bann við umskurði drengja. Þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn flutningsmanna frumvarpsins, segir fátt nýtt í umsögn ADL. Hún segir alþjóðlega athygli á frumvarpinu hafa komið sér á óvart. Greenblatt leggur fram þrenn rök gegn því að frumvarpið verði að lögum. Trúfrelsi, umdeild læknisfræðileg rök um ágæti umskurðar og loks meint áhrif á orðspor og efnahag Íslands. „Jafnvel þótt gyðingahatur hafi örugglega ekki búið að baki þessu frumvarpi munu áhrif innleiðingar þess verða vegsömun Íslands meðal viðurstyggilegustu fordómhópa. Þeir munu fagna slíku banni sem fyrstu lögunum í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld til að gera ríki „Judenrein“, eða gyðingalaust.“ Greenblatt hótar svo að samtökin muni neyðist til að magna upp jákvæða umfjöllun öfgahópa um bannið. Samtökin hafi rannsakað vel útbreiðslu gyðingahaturs á samfélagsmiðlum og viti að tiltölulega lítill hópur öfgamanna getur dreift skilaboðum sínum fljótt og örugglega á þeim vettvangi. „ADL greinir reglulega frá slíkum tilfellum og mun fjalla um hrós öfgamanna í garð Íslands. Við hvetjum ykkur til að íhuga fjölmiðlaathyglina sem umfjallanir ADL fá í Bandaríkjunum og alþjóðlega. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræðinga birst á CNN og NBC, í 60 Minutes og dagblöðum á borð við New York Times og The Washington Post.“Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Og í ljósi þess að 28 prósent ferðamanna á Íslandi árið 2016 hafi verið frá Norður-Ameríku ættu Íslendingar að hafa miklar áhyggjur, í efnahagslegu tilliti. Mikill meirihluti bandarískra ferðamanna muni sniðganga Ísland, verði það tengt nasisma. Silja Dögg segir fátt nýtt í umsögn ADL. Aðrir hafi tjáð sig með þessum hætti og margar ólíkar skoðanir komið fram í umsögnum. „Þetta er ekki merkilegri eða ómerkilegri umsögn en hver önnur. En að reyna að tengja þetta frumvarp við meint gyðingahatur er firra. Frumvarpið grundvallast á að verja réttindi barnsins til að ráða yfir eigin líkama og að ekki séu gerðar ónauðsynlegar og hugsanlega skaðlegar aðgerðir á börnum.“ Hún hafi ekki búist við að frumvarpið vekti heimsathygli. „Ég bjóst við að umræðan yrði mikil á Íslandi. En ég bjóst ekki endilega við að heimurinn færi að fylgjast með okkur.“ Hjúkrunarfræðingurinn Íris Björg Þorvaldsdóttir, stofnandi Intact Iceland, sem berst gegn umskurði drengja án læknisfræðilegrar ástæðu, segir sorglegt að sjá ADL afvegaleiða umræðuna. Hún bendir á umsagnir annarra bandarískra samtaka, Doctors Opposing Circumcision, sem styðji frumvarpið líkt og danskir og íslenskir læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. „Spurningin er hvort við Íslendingar ætlum að láta undan svona hótunum. Eru réttindi barna umsemjanleg eins og um viðskiptasamning sé að ræða, eða eru þau einstaklingar með mannréttindi samkvæmt Barnasáttmálanum?“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29