Ólga á meðal grunnskólakennara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 19:30 Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur. Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Mikil ólga er á meðal grunnskólakennara sem felldu í gær nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með tæpum 70 prósentum atkvæða. Kennaraforystan metur nú næstu skref. Í grein á Vísi á mánudag gagnrýndi Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara tvo aðila sem taka sæti í nýrri samninganefnd grunnskólakennara 18. maí næstkomandi. En báðir hlutu kjör til trúnaðarstarfa fyrir félagið í febrúar síðastliðnum. Ólafur hefur sagt áróður pólitískra aðila gegn kjarasamningi sem grunnskólakennarar felldu með tæpum 70 prósentum atkvæða, í gær hafa verið grímulausan. „Það er ekkert sem að ég var að skrifa um sem að blasir ekki við hverjum sem er,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari tekur sæti í samninganefndinni í maí ásamt Jóni Inga Gíslasyni en í grein Ólafs segir hann að þau hafi markvisst hvatt félagsmenn til þess að fella nýgerðan kjarasamning undir myllumerkinu #fellumfeitt. „Það er nú svo sem ekkert leyndarmál að ég og Ólafur höfum ekki verið sammála í því hvert kjör kennara eiga að stefna eða hvernig samningar eiga að vera og ég hef löngum talið að það sé hægt að gera betur. Það er alveg klárt mál að 3 prósenta launahækkun í 2,5 prósenta verðbólgu er ekki eitthvað sem kennarar munu nokkurn tímann sætta sig við,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari. „Þegar þú ert að semja við einhvern, og hann býður þér þetta, þá áttu tvo möguleika í stöðunni eins og ég hef sagt. Annað hvort semur þú eins mikið og þú getur við þær aðstæður eða þú blæst til átaka og við mátum það þannig að úr því það var ekki meira í boði að það væri skynsamlegra að fara þá og leggja þetta í dóm okkar félagsmanna heldur en að blása til átaka,“ segir Ólafur. Forysta grunnskólakennara of samninganefndin hittist á fundi í dag og fór yfir stöðuna og munu hittast aftur eftir helgi þar sem næstu skref verða rædd. Þess ber þó að geta að aðeins 57 dagar eru þar til ný forysta og ný samninganefnd taka við í Félagi grunnskólakennara.Komið þið til með að gera eitthvað fyrir þann tíma? „Það er okkar hlutverk að reyna að semja og við gefumst ekkert upp á því,“ segir Ólafur. „Maður hefur heyrt það á Ólafi og hann hefur jafnvel sagt að þá bara gerist ekki neitt fyrr en 18. maí, þegar ný nefnd tekur við,“ segir Ásthildur.Hver er staða núverandi forystu og samninganefndar í ljósi þess að þessi kjarasamningur var felldur. Eruð þið rúin trausti? „Það má örugglega færa einhver rök fyrir því en þá verða menn líka að horfa á hitt að við lögðum þetta fram í því samhengi sem það er gert, það er að segja þetta er stuttur samningur og það var okkar mat að væri mun skynsamlegra að loka þessu á þessum tíma,“ segir Ólafur.
Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Framsókn hafi herjað á samninginn 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50