Borgin greiðir ekki öryrkjum bætur sem þeim voru dæmdar Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 08:00 Dagur B. Eggertsson hefur ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu. VÍSIR/ANTON BRINK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira