Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Dómsmálaráðuneytið telur illgerlegt að standa í svo miklum breytingum fyrir kosningar 26. maí. Vísir/Valli Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust um það á Alþingi í gær hvort lækka ætti kosningaaldur fyrir sveitarstjórnarkosningar niður í sextán ár úr átján árum. Stefnt er að því að endanleg niðurstaða fáist í dag um það hvort frumvarpið verði að lögum eður ei. Kosið verður til sveitarstjórna um land allt þann 26. maí næstkomandi. Lögum samkvæmt mun atkvæðagreiðsla utan kjörfundar því hefjast í næstu viku. Allt kapp er lagt á að ljúka málinu í dag enda hefst rúmlega tveggja vikna páskafrí þingmanna að þingfundi loknum. Of seint yrði að ljúka málinu dragist það fram í fríið. Milli fyrstu og annarrar umræðu um málið var bætt inn ákvæði þess efnis að þó að sextán ára og eldri geti kosið þá njóti ólögráða kjósendur ekki kjörgengis. Lagt er til að lögin taki gildi samstundis. Þingheimur skiptist í þrennt í afstöðu sinni til frumvarpsins. Í fyrsta lagi þeir sem vilja samþykkja það, í öðru lagi þeir sem eru því andvígir og að lokum þeir sem telja of stutt í sveitarstjórnarkosningar til að framkvæmdin geti tekist vel. „Mér þykir vera hrópandi ósamræmi milli ólíkra réttinda. Til dæmis að við veitum viðkomandi ekki rétt til að bjóða sig fram heldur rétt til að kjósa en þó ekki í alþingiskosningum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Hluti Sjálfstæðismanna taldi að rétt væri að flýta sér hægt, samræma kosningalöggjöfina í heild sinni og skoða hvort rétt væri að breyta lögræðisaldri og öðrum tímamörkum um það hvenær börn öðlast ýmis réttindi. „Það er dálítið fyndið að hlusta á suma sem taka hér til máls sem beita fyrir sig einhvers konar röksemdafærslu Marteins Mosdal að það þurfi að vera ein ríkisleið, einn ríkisaldur á öllum borgaralegum réttindum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.„Besta leiðin til að drepa þetta mál algjörlega, ef við blöndum saman kosningaaldri og áfengiskaupaaldri þá hækkum við kosningaaldurinn.“ Í gær bárust þingmönnum athugasemdir frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kom að illgerlegt gæti orðið að framkvæma breytinguna. Kosningavefur ráðuneytisins hafi nú þegar verið uppfærður. Erfitt verði að yfirfara allt efni á vefnum ef frumvarpið verður samþykkt. „Herra forseti. Það er ekki einu sinni komið fram hverjir eru í framboði þannig að við vitum að þessi vefur þarfnast uppfærslu,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fjörutíu þingmenn greiddu atkvæði með því að kosningaaldur yrði lækkaður í sextán ár en hluti Sjálfstæðisflokksins sat hjá. Öllu minni samstaða var um breytingatillögur um hvort kjörgengi og kosningaaldur færi saman en þar klofnaði þingheimur. Sömu sögu er að segja um breytingatillögur um gildistökudag frumvarpsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Meirihluti greiddi atkvæði með 16 ára kosningaaldri Frumvarp til laga um lækkun á kosningaaldri til sveitastjórnarkosninga úr 18 ára aldri í 16 ára aldur var samþykkt í 2. umræðu á Alþingi í dag með 43 atkvæði gegn einu. 22. mars 2018 16:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent