Telur Ísland vera að taka forystu í skilgreiningu nauðgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 14:32 Jón Steindór Valdimarsson var fyrsti flutningsmaður en fulltrúar allra flokka voru um borð. Vísir/Hanna „Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“ Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Nú er það skýrt og fortakslaust að ef kynmök af einhverju tagi eru stunduð þá er það ekki hægt án samþykkis þeirra sem þátt taka,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Hann var flutningsmaður frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum þess efnis að fengið samþykki er gert að aðalatriði í þeirri grein sem fjallar um nauðgun. Um er að ræða 194. grein laganna sem nú hljómar svo:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun. Í eldri útgáfu laganna kom orðið samþykki ekki fyrir heldur var greinin svona:Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun. Jón Steindór var afar kátur þegar blaðamaður náði af honum tali. Nú sé kýrskýrt að ef samþykki liggi ekki fyrir sé um nauðgun að ræða. „Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú er þetta tekið fram með mjög skýrum hætti og orðið skiljanlegt hvað í þessu felst. Þetta eru mjög skýr skilaboð frá löggjafanum um þetta efni.“ Von hans er sú að breytingin verði til þess fallin að fólk hugsi betur um þessa hluti. Gengið sé úr skugga um að samneyti við annað fólk sé með vilja beggja, eða allra. Þetta muni hafa fræðslu og forvarnargildi.Um er að ræða fyrsta lagafrumvarp Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, sem er kampakátur.Vísir/Anton BrinkAllar umsagnir jákvæðar „Þetta mun ekki gjörbreyta réttarstöðunni,“ segir Jón Steindór. Áfram verði erfitt að sanna hluti en þetta sé a.m.k. skýr yfirlýsing. „Auðvitað er það þannig, í eldri útgáfu laganna, að í raun má segja að undirliggjandi hafi verið að það þyrfti samþykki. En nú er tekið algjörlega af skarið og þetta sagt með fullum fetum. Við erum að taka forystu í skilgreinngu nauðgunar, í það minnsta á Norðurlöndum.“ Fjölmargir gestir hafi komið fyrir allsherjarnefndina og sömuleiðis tíu umsagnir borist. Þær hafi allar verið jákvæðar. „Síðan fengum við svokallaða refsiréttarnefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins til að gefa umsögn og heimsækja okkur. Þau komu með ábendingar um smávægilegar lagfæringar varðandi framsetninguna.“ Allir hafi lagt blessun sína yfir frumvarpið sem var samþykkt með 48 af 49 atkvæðum á Alþingi í dag. Aðeins Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sat hjá. „Þetta er mitt fyrsta frumvarp og ég er persónulega mjög kátur. Þetta er stefnumarkandi tímamótabreyting.“
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ný skilgreining á nauðgun „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun,“ segir í nýjum lögum. 23. mars 2018 13:30