Siggi segir fastari jörð í pólitíkinni en veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. mars 2018 07:45 Sigurður leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Vísir/Valli „Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Spáveðurfræðin gengur út á að spá fyrir um hið ókomna. Stjórnmálin eru oft að takast á við óvænta hluti. Það er þó fastari jörð undir stjórnmálunum heldur en í veðurfræðinni,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, en tilkynnt var um að hann yrði oddviti Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði þann 26. maí næstkomandi. Listi Miðflokksins var kynntur í gær og segir Sigurður vinnu við smíði hans hafa staðið yfir undanfarnar fjórar vikur. Helsta einkenni listans, að sögn Sigurðar, er breiddin. Segir hann hafa verið horft til kynjajafnvægis, aldurs, stöðu og starfa, reynslu og áhugamála. Sigurður hefur áður verið viðriðinn íslensk stjórnmál, þótt hann sé eflaust þekktari fyrir veðurfræðistörf. Í febrúar 2012 stóð til að hann færi í framboð fyrir Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur. Það gekk þó ekki eftir en mánuði síðar hætti Sigurður í flokknum. „Það er kannski ótímabært að tjá sig mikið nú um næstu skref mín, en ég er í það minnsta ekki að fara að stofna nýjan flokk að svo stöddu,“ sagði Sigurður við Pressuna í mars 2012. En nú, sex árum síðar, er veðurfræðingurinn mættur aftur og kveðst mjög bjartsýnn. „Miðflokkurinn er á góðri siglingu. Samkvæmt skoðanakönunnum hefur fylgi hans verið að aukast. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessu í Hafnarfirði,“ segir Sigurður sem stefnir á að ná þremur mönnum inn í ellefu manna bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Um áherslur framboðsins segir Sigurður að skynsemisjónarmið þurfi að ráða, ekki flokkslínur. „Þegar við höfum náð inn þessum þremur mönnum útilokum við ekki samstarf við neinn og ekki neinar hugmyndir heldur. Ef þær eru skynsamlegar og góðar viljum við styðja við þær.“ Segist Sigurður til að mynda vilja setja skipulagsmálin í forgang. Þar hafi verið óstöðugleiki undanfarin ár. „Það þarf að vinna þessa skipulagsvinnu af miklu meiri yfirvegun en hefur verið gert.“ Þá nefnir hann einnig skólamálin. Gríðarlegir fjármunir fari í skólamálin í Hafnarfirði en bærinn sé ekki að uppskera eins og hann sáir. „Það þarf að fara í gegnum það mjög ítarlega. Til dæmis skóla án aðgreiningar. Fyrir hverja er það gert? Er það fyrir þá sem eiga undir högg að sækja? Ég segi nei. Er þetta fyrir þá sem eru á fljúgandi siglingu? Hefur þetta skilað því sem við viljum að þetta skili?“ segir Sigurður enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira