Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 10:45 Jordi Turull, forsetaefni katalónskra sjálfstæðissinna, var handtekinn. Til stóð að greiða atkvæði um skipan hans sem forseta héraðsstjórnarinnar. Vísir/AFP Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Til óeirða kom í Katanlóníu í gærkvöldi eftir að spænskir dómstólar úrskurðuðu fimm leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna í varðhald, þar á meðal Jordi Turull, forsetaefni þeirra, og ákváðu að réttað skyldi yfir tuttugu og fimm öðrum í tengslum við umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins í fyrra. Leiðtogarnir eru ákærðir fyrir uppreisn, fjárdrátt og að hafa óhlýðnast fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við þjóðaatkvæðagreiðsluna. Þetta setur fyrirhugaða atkvæðagreiðslu katalónska þingsins í uppnám, en þar stóð til að tilnefna Turull sem forseta sjálfstjórnarhéraðsins í dag. Auk Turull voru forseti katalónska héraðsþingsins, þróunar-, atvinnumála- og utanríkismálaráðherrar héraðsstjórnarinnar handteknir. Tíðindin um handtökurnar og ákærurnar hleyptu kappi í mótmæli sem höfðu þegar verið boðuð í Katalóníu í gærkvöldi. Kom til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu sem vörðu spænskar stjórnarbyggingar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælendurnir hafi meðal annars brennt myndir af hæstaréttardómara og af Filippusi konungi. Tveir leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar eru enn eftirlýstir og hafa þeir hafa flúið land til Belgíu og Sviss, þar á meðal Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar. Reuters-fréttastofan segir að Puigdemont gæti verið handtekinn í Finnlandi eftir að spænsk stjórnvöld gáfu út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Finnsk stjórnvöld eru sögð hafa óskað frekari gagna frá spænsku ríkisstjórninni áður en hún ákveður næstu skref. Lögmaður Puigdemont segir að hann muni gefa sig fram við finnsku lögregluna. Hann kom til landsins á fimmtudag til þess að hitta þingmenn og vera viðstaddur ráðstefnu. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um handtökuskipun Puigdemont.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Óvissan ríkir áfram í Katalóníu Atkvæðagreiðslu um að gera Carles Puigdemont aftur að forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 30. janúar 2018 15:16