Telur mögulegt að dómsmálaráðuneytið sé að refsa Andrési Inga Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 14:45 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær. Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, veltir fyrir sér hvort dómsmálaráðuneytið hafi lagst gegn frumvarpi um lækkun kosningaaldurs vegna afstöðu Andrésar Inga Jónssonar, fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, til vantrauststillögu á dómsmálaráðherra. Þetta kom fram í þættinum Víglínunni í dag. Frumvarpið um að lækka kosningaaldur niður í sextán ár, sem hefur notið meirihlutastuðnings, var stöðvað í þriðju umræðu í gær eftir að andstæðingar frumvarpsins gagnrýndu að frumvarpið væri lagt fram svo stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Dómsmálaráðuneytið skilaði áliti um frumvarpið og lagðist gegn því á þeim forsendum að of skammt væri til kosninga til að gera slíka grundvallarbreytingu á lögum um kosningar nú. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í Víglínunni að hann teldi þingmenn ákveðinna flokka hafa lagst gegn frumvarpinu vegna þess að þeir óttuðust hvernig yngsti hópur kjósenda myndi haga atkvæðum sínum. Jón Steindór var ósammála því og benti á að Andrés Ingi hefði kosið með vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra. „Ég myndi frekar setja þetta í samhengi við það að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson og þessi síðbúnu varnaðarorð dómsmálaráðuneytisins koma fram með mjög sterkum hætti á síðustu stigum málsins þegar það er búið að vera í meðferð lengi. Ég myndi að minnsta kosti varpa fram þeirri spurningu hvort það geti verið eitthvert samhengi þar á milli,“ sagði hann. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið hefur verið frestað fram yfir páska og óvíst er hvort frumvarpið nái að taka gildi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að hafa hindrað framgang frumvarpsins með málþófi í gær.
Tengdar fréttir Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55 Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15 Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ekki greidd atkvæði um lækkun kosningaaldurs: „Ákveðinn hópur sem náði að teygja umræðuna nógu mikið“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs, segir að það hafi komið sér á óvart að nokkrir þingmenn hafi fundið hjá sér ástæðu til að beita sér gegn máli sem samþykkt var í þingsal í gær með meirihluta atkvæða. 23. mars 2018 20:55
Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Ekki verða greidd atkvæði um frumvarpið fyrir páskahlé. 23. mars 2018 19:15
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00