Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 18:07 Puigdemont kom til Finnlands á fimmtudaginn í boði finnskra þingmanna. Þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont sé farinn frá Finnlandi. vísir/afp Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018 Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Carles Puigdemont fyrrum forseti heimastjórnar Katalóníu er sagður vera farinn frá Finnlandi til Belgíu. Spænsk stjórnvöld fóru fram á það við finnsk stjórvöld í gær að Puigdemont yrði handtekinn þar en í gildi er alþjóðleg handtökuskipun á hendur fyrrum forsetanum. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu að undanförnu. Finnski þingmaðurinn Mikko Kärnä greindi frá því á Twitter að Puigdemont hafi farið frá Finnlandi í gærkvöldi en Puigdemont var í Finnlandi í boði hans. Lögmaður Puigdemont hafði áður greint frá því að fyrrum forsetinn myndi gefa sig fram við finnsku lögregluna. „Við ræddum möguleika á handtöku við forsetann yfir hádegismat í gær. Hann var meðvitaður um það að ef Spánn gæfi út handtökuskipunina þá hefði hann tvo kosti: að gefa sig fram við yfirvöld og leyfa finnska réttarkerfinu að úrskurða um mögulega handtöku og framsal. Hinn kosturinn var að fara frá Finnlandi til Belgíu, þar sem mál hans er nú þegar í skoðun og þar sem hann býr,“ sagði Kärnä á Twitter, en Puigdemont hefði átt að vera í Finnlandi þar til í dag. Um 25 aðskilnaðarsinnar hafa verið ákærðir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu síðastliðinn október, en spænskir dómstólar úrskurðuðu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Spænska ríkisstjórnin svipti Katalóníu sjálfræði í kjölfarið og tók yfir stjórn héraðsins. Eftir að fregnir bárust af því að mennirnir hafi verið ákærðir, meðal annars fyrir fjárdrátt og óhlýðni gegn ríkisvaldinu, hófust fjölmenn mótmæli í Katalóníu. Brot mannanna geta varðað allt að þrjátíu ára fangelsisrefsingu. Fleiri en tuttugu mótmælendur særðust í mótmælunum í gær en aðskilnaðarsinnar höfðu skipulagt mótmælin áður en ákærur á hendur mönnunum 25 voru gefnar út. Svo virðist sem ákærurnar hafi hleypt kappi í mótmælin.Just received info from president @KRLS of #Catalonia that he is no longer in #Finland. He departed to Belgium last evening. My press release attached. pic.twitter.com/7WdsjZgswS— Mikko Kärnä (@KarnaMikko) March 24, 2018
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59 Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Puidgemont hættir við Carles Puidgemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna Katalóna hefur tilkynnt að hann sækist ekki lengur eftir því að verða aftur útnefndur forseti Katalóníu. 1. mars 2018 20:59
Frambjóðandi katalónskra aðskilnaðarsinna handtekinn Jordi Turull, forsetaefni aðskilnaðarsinna í Katalóníu, hefur verið handtekinn. Finnsk stjórnvöld hafa fengið handtökuskopun á hendur fyrrverandi forseta héraðsstjórnarinnar. 24. mars 2018 10:45