Hétu því að heimsækja Tyrkland aldrei aftur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Þóra Björg Birgisdóttir í faðmi barna sinna sem biðu spennt eftir því að fá föður sinn aftur heim. Vísir/VIlhelm „Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
„Ég trúi því varla að hann sé að koma heim. Krakkarnir eru ótrúlega spenntir að hitta hann, þau eru búin að bíða svo lengi eftir því að hitta hann,“ sagði Þóra Björg Birgisdóttir á forsíðu Fréttablaðsins á þessum degi fyrir fimm árum. Þá var tyrkneskur farbannsúrskurður yfir sambýlismanni hennar, Davíð Erni Bjarnasyni, felldur úr gildi. Davíð og Þóra höfðu verið á ferðalagi í Tyrklandi nokkrum vikum fyrr. Á markaði festu þau kaup á litlum marmarasteini og ætluðu að hafa hann með sér heim sem minjagrip. Þegar þau voru á heimleið voru þau handtekin í Anatalya eftir að steinninn fannst við gegnumlýsingu hjá tollinum. Parið grunaði ekki að hann gæti komið þeim í klandur enda höfðu þau keypt hann í túristaverslun. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim – erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hirða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli,“ sagði Þóra í viðtali við Vísi þann 10. mars 2013.Sjá einnig: Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Þóru var hleypt áfram til Íslands en Davíð var eftir grunaður um að reyna að smygla fornmun úr landi. Tyrknesk lög banna að slíkir steinar séu fluttir úr landi og getur margra ára fangelsi legið við slíku broti. Davíð var í tæpan mánuð í varðhaldi ytra áður en honum var hleypt frá Tyrklandi. Þegar hann var leiddur fyrir dómara, sem taka átti afstöðu til þess hvort hann myndi vera lengur í haldi lögreglu í Tyrklandi eður ei, misbauð dómaranum framkoma Davíðs og ákvað að gera honum 700 evra sekt. Það var sökum þess að hann hafði skilið vegabréf sitt eftir en honum hafði verið tjáð að ekki væri þörf á að hafa það meðferðis. Sú sekt var síðar felld úr gildi. „Maður er svona hálfklikkaður, farinn að tala við sjálfan sig, maður er búinn að vera svo mikið einn hérna,“ sagði Davíð eftir að farbannsúrskurðurinn var felldur úr gildi. Davíð var um miðjan apríl 2013 dæmdur í rúmlega árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar fyrir brot sitt. Hann ætlar aldrei aftur til Tyrklands.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09 "Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00 Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands. 25. apríl 2013 18:09
"Trúi varla að hann sé að koma“ Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. 26. mars 2013 06:00
Ætlar ekki aftur til Tyrklands Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag. 25. apríl 2013 09:00