Sluppu undan rannsókn vegna anna Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherji, eins fyrirtækjanna þriggja sem sluppu undan rannsókn. VÍSIR/AUÐUNN Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira