Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur staðið í ströngu undanfarna daga í viðræðum við samstarfsþjóðir okkar. Afráðið var í gær að Ísland tæki þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða sem beinast gegn Rússum vegna eiturárásar þeirra í Salisbury. Tvíhliða viðræðum við Rússa verður slegið á frest og ráðamenn fara ekki á HM VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03
„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45