Nýr leiktími í Meistaradeildinni á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 14:00 Sergio Ramos hefur lyft þessum bikar tvö ár í röð. Vísir/Getty Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira
Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira