Kæra fyrrverandi og núverandi eiginmann sinn fyrir mansal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 13:20 Kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann var hafnað. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu tveggja kvenna um nálgunarbann yfir karlmanni. Konurnar eru annars vegar fyrrverandi eiginkona mannsins og barnsmóðir en hins vegar núverandi eiginkona mannsins. Þær hafa báðar kært hann fyrir mansal. Maðurinn neitar sök.Læsti sig inni á baðherbergi Maðurinn kom til landsins ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Eiginkonan fyrrverandi ber manninn þungum sökum um kynferðislegt ofbeldi frá því þau komu til landsins og dvöldu á gistiheimili. Þá hafi hann tekið af henni peninga sem hún vann sér inn eftir að hún fékk vinnu hér á landi. Þann 24. febrúar óskaði núverandi eiginkona mannsins eftir aðstoð lögreglu. Hún hafði þá lokað sig inni á baðherbergi á heimili þeirra. Sagði hún lögreglu að hún væri hrædd við eiginmann sinn sem væri ofbeldismaður.Sagðist ætla að eyðileggja líf hans Í lögregluskýrslu yfir henni kom fram að eiginmaður hennar hefði orðið reiður því fyrrverandi og núverandi eiginkonur hefðu ákveðið að borða saman. Hann hafi hótað þeim báðum lífláti en maðurinn þvertekur fyrir það. Hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að barnsmóðir hans hefði sagst ætla að eyðileggja líf hans og ná forræði yfir dóttur þeirra. Skilaboð þess efnis hefði hann í símanum sínum. Núverandi eiginkona mannsins bar til baka ásakanir um líkamlegt ofbeldi í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði það hafa takmarkast við mikið andlegt ofbeldi. Fyrrverandi eiginkonan og barnsmóðir segir manninn hafa beitt hana kynferðisofbeldi, svipt hana frelsi og komið í veg fyrir að hún gæti neytt matar. Hún sagði nokkur vitni geta staðfest frásögn sína, t.d. móðir hennar, samstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk.Leituðu ekki staðfestingar á frásögn Héraðsdómur hnýtur um að ekki hafi verið tekin skýrsla af manninum vegna ásakana kvennanna í skýrslutöku hjá lögreglu. Honum hafi því ekki gefist færi á að tjá sig um málið. Lögregla hafi heldur ekki leitað eftir staðfestingu á frásögn eiginkonunnar fyrrverandi hjá þeim vitnum sem hún benti á. Sömuleiðis hafi maðurinn lagt fyrir dóminn umfangsmikil gögn um samskipti sín við barnsmóður sína. Af þeim verði ekki séð að henni standi ógn af manninum. Frumkvæði að samskiptunum séu að miklu leyti frá henni. Þar geri hún athugasemdir að maðurinn hafi ákveðið að kvænast aftur og að nýja eiginkonan gæti barnsins. Í skilaboðunum komi fram að hún hyggist koma í veg fyrir umgengni föður við barnið. Gegn eindreginni neitun mannsins og þess sem rakið var að framan þótti héraðsdómi ekki liggja fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn hefði framið refsivert brot eða raskað friði kvennanna þannig að skilyrði um nálgunarbann væru uppfyllt. Var kröfu lögreglustjóra því hafnað í héraði og sú niðurstaða staðfest í Landsrétti.Úrskurð Landsréttar má lesa hér en um sama úrskurð er að ræða í tilfelli kvennanna tveggja.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent