Sjö litasamsetningar fyrir vorið Ritstjórn skrifar 28. mars 2018 03:30 Glamour/Getty Vorið kallar á breytingar í fataskápnum, og ætlum við að hvíla svarta litinn í smá tíma. Þó að við eigum það til að sækja í þessa hefðbundnu og klassísku liti, þá er um að gera að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og setja saman aðra liti en venjulega. Fáum innblástur og hugmyndir frá götutískunni. Mismunandi litatónar af brúnum litum þarf alls ekki að vera leiðinlegt, eins og sést svo vel hér á myndinni fyrir ofan. Ljósbrúnn jakki við mokkabrúnar leðurbuxur fer vel saman, þar sem að hvíti rúllukragabolurinn gerir þetta aðeins unglegra. Brúnir litatónar og ljósblár litur. Þetta dress gengur mjög vel upp, þar sem blái liturinn er notaður án þess að vera of yfirgnæfandi. Ljósbláa taskan setur svo punktinn yfir i-ið.Hvítt, dökkblátt og svart gengur alltaf mjög vel upp, enda mjög klassískir litir. En hér eru þessir litir settir aðeins öðruvísi saman, og hvítar gallabuxurnar fá að njóta sín. Sumarlegt en töff, og þetta dress mun ganga vel upp í íslenskra sumrinu. Appelsínugulur og sinnepsgulur. Þetta eru litir sem margir forðast þó þeir ættu ekki að gera það, því það er auðvelt að klæða þennan lit með svörtum og hvítum. En ekki gera það, heldur notaðu þá saman eins og Olivia Palermo gerir hér. Mundu bara að halda mynstrinu í lágmarki. Ljósbleikur og fjólublár. Já, þá er vorið komið. Taktu sjálfri þér ekki of alvarlega, það er hægt að setja þessa liti saman án þess að líta út fyrir að vera að fara á grímuball. Stór prjónapeysa við silkipils er alltaf flott saman, hvað þá úr þessum skemmtilegu litum. Tími til að draga fram pastel-flíkurnar í skápnum. Ljósbrúnt við blómamynstur. Það þarf ekki alltaf að nota svartan eða hvítan til að tóna niður þessar áberandi flíkur, heldur er mjög töff að nota ljósbrúnan til þess eins og þú sérð hér.Köflótt og rautt. Köflótt mynstur við rauð smáatriði kemur vel út hjá Pernille Teisbæk. Þegar þú hugar að skemmtilegum litasamsetningum er sniðugt að gera það með kápunni og fylgihlutunum, og fara síðan bara í hvítan stuttermabol og gallabuxur við. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Leggingsbuxurnar snúa aftur Glamour
Vorið kallar á breytingar í fataskápnum, og ætlum við að hvíla svarta litinn í smá tíma. Þó að við eigum það til að sækja í þessa hefðbundnu og klassísku liti, þá er um að gera að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og setja saman aðra liti en venjulega. Fáum innblástur og hugmyndir frá götutískunni. Mismunandi litatónar af brúnum litum þarf alls ekki að vera leiðinlegt, eins og sést svo vel hér á myndinni fyrir ofan. Ljósbrúnn jakki við mokkabrúnar leðurbuxur fer vel saman, þar sem að hvíti rúllukragabolurinn gerir þetta aðeins unglegra. Brúnir litatónar og ljósblár litur. Þetta dress gengur mjög vel upp, þar sem blái liturinn er notaður án þess að vera of yfirgnæfandi. Ljósbláa taskan setur svo punktinn yfir i-ið.Hvítt, dökkblátt og svart gengur alltaf mjög vel upp, enda mjög klassískir litir. En hér eru þessir litir settir aðeins öðruvísi saman, og hvítar gallabuxurnar fá að njóta sín. Sumarlegt en töff, og þetta dress mun ganga vel upp í íslenskra sumrinu. Appelsínugulur og sinnepsgulur. Þetta eru litir sem margir forðast þó þeir ættu ekki að gera það, því það er auðvelt að klæða þennan lit með svörtum og hvítum. En ekki gera það, heldur notaðu þá saman eins og Olivia Palermo gerir hér. Mundu bara að halda mynstrinu í lágmarki. Ljósbleikur og fjólublár. Já, þá er vorið komið. Taktu sjálfri þér ekki of alvarlega, það er hægt að setja þessa liti saman án þess að líta út fyrir að vera að fara á grímuball. Stór prjónapeysa við silkipils er alltaf flott saman, hvað þá úr þessum skemmtilegu litum. Tími til að draga fram pastel-flíkurnar í skápnum. Ljósbrúnt við blómamynstur. Það þarf ekki alltaf að nota svartan eða hvítan til að tóna niður þessar áberandi flíkur, heldur er mjög töff að nota ljósbrúnan til þess eins og þú sérð hér.Köflótt og rautt. Köflótt mynstur við rauð smáatriði kemur vel út hjá Pernille Teisbæk. Þegar þú hugar að skemmtilegum litasamsetningum er sniðugt að gera það með kápunni og fylgihlutunum, og fara síðan bara í hvítan stuttermabol og gallabuxur við.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Alexander Wang heldur villt partý í nýjustu auglýsingu sinni Glamour Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Leggingsbuxurnar snúa aftur Glamour