Elskar allt sem er í stíl Ritstjórn skrifar 28. mars 2018 20:00 Glamour/Rakel Tómasdóttir Dóra Júlía Agnarsdóttir er 25 ára litríkur Reykvíkingur, og vinnur hún sem plötusnúður. Síðustu ár hafa verið mjög viðburðarrík hjá Dóru Júlíu og sér hún fram á enn skemmtilegri tíma. Dóra Júlía er umkringd stórkostlegu fólki og reynir að temja sér jákvætt hugarfar. Glamour fékk að kíkja inn í fataskápinn til hennar. Hver er Dóra Júlía? Ég er ennþá að reyna að átta mig almennilega á því þar sem ég er stöðugt að þroskast og þróast sem einstaklingur, en í það minnsta er ég 25 ára stelpa sem vinnur sem plötusnúður og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt til að gera í lífinu. Ég er umkringd stórkostlegu fólki, reyni alltaf að temja mér jákvætt hugarfar og hef gaman af ótrúlega mörgu. Hvað er á döfinni hjá þér? Alls konar. Fram undan er slatti af ólíkum og spennandi giggum sem ég er búin að bóka. Ég er í fullu starfi sem freelance DJ og hlakka til að sjá hvert það ber mig á komandi tímum. Eins og er langar mig ekki að gera neitt annað hvað varðar vinnu enda er nóg að gera. Sumarið er búið að vera mjög viðburðaríkt en veturinn virðist ekki ætla að slá slöku við. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, samt ekki beint einhverja eina. Það fer svolítið eftir skapi og árstíð hvaða flík er í uppáhaldi. Ég á samt tvö bleik sett úr Zadig & Voltaire sem ég held mjög mikið upp á. Ég fjárfesti í þeim síðasta sumar í London þegar ég fór ein út til þess að spila á giggi og ég tengi þau svolítið við nýja og spennandi tíma. Svo held ég mjög mikið upp á rauða kanínupelsinn minn og svartan Eyland-heilgalla úr leðri. Ása Ninna vinkona mín hannaði hann líka og hún er svo ótrúlega mikill snillingur að mér finnst heiður að fá að ganga í hönnun frá henni. Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum? Þær eru nokkrar og allar snilld fyrir veturinn. Ótrúlega fallegur kjóll sem ég fékk frá Hildi Yeoman og ég keypti mér höfuðklút í sama munstri – sem er geggjað því ég elska allt sem er í stíl, rauð peysa frá Döðlum, tryllt rauð dragt frá Mads Nørgaard sem ég fékk í Húrra Reykjavík og bleikur gerviloðs-pels úr Maiu. Ef skapið mitt undanfarið væri litur þá væri það 100 prósent bæði bleikur og rauður. Ertu dugleg að hreinsa til í skápnum þínum? Já, ég reyni að vera það þó það sé stundum svolítið erfitt og líka leiðinlegt. Föt geta verið svo ótrúlega yfirþyrmandi en það er náttúrulega fáránlegt að eiga alltof mikið af einhverjum flíkum sem maður lætur eins og séu ekki til. Ég reyni þess vegna að vera dugleg að gefa gamalt og sömuleiðis reyni ég að vanda mig mjög mikið þegar ég versla. Það er eins og það sé manni eðlislægt að kaupa alltof mikið af fötum sem maður notar ekki út af ótrúlega miklu framboði af fjöldaframleiddum flíkum og þess vegna er mikilvægt að kunna sér hóf og þekkja sjálfan sig, hvað maður notar mikið og sniðganga að kaupa sér annað. Tala nú ekki um hvað það er óumhverfisvænt og ómannbjóðandi en það er efni í aðra grein. Hver er þín uppáhaldsverslun hér á landi? Ég var í hlutastarfi í versluninni Maia á Laugavegi og mér finnst alltaf gaman að versla þar. Eigendurnir eru ótrúlegt smekkfólk og frábærir einstaklingar þannig að þess þá heldur vel ég að versla þar. Spáir þú mikið í liti þegar kemur að klæðaburði? Nei, ég myndi ekki segja að ég spái eitthvað sérstaklega í það heldur atvikast það bara þannig að ég klæðist frekar sumum litum en öðrum. Það er enginn litur sem ég er búin að ákveða að ég myndi bara ekki klæðast. Ég held frekar að undirmeðvitundin ákveði litaval fyrir mig. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Bleikur og rauður, virðist vera. Klæðirðu þig eftir skapi? Já. Er einhver litur eða samsetning sem þú gætir aldrei klæðst? Nei, ég hef engin boð og bönn þegar kemur að klæðaburði. Hvort aðhyllist þú „less is more“ eða „more is more“ stílinn? Mér finnst bæði fallegt á sinn hátt. Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Fólkið sem ég elska. Hvaða hlutur hefur mesta þýðingu fyrir þig? Ég fékk í tvítugsafmælisgjöf gyllta demantseyrnalokka frá mömmu sem hún hafði sjálf fengið í tvítugsafmælisgjöf á sínum tíma frá mömmu sinni. Þó manni eigi ekki að þykja of vænt um hluti þá held ég rosalega mikið upp á þá því þeir munu alltaf minna mig á bæði mömmu og ömmu. Spáir þú mikið í umhverfisáhrif fataiðnaðarins? Já, ég reyni að gera það þó satt best að segja megi ég eins og svo margir aðrir gera mun betur þar sem þetta er náttúrulega stigvaxandi vandamál. Ég er meðvituð um hvaða búðir er mikilvægast að sniðganga og hef ekki verslað við þær lengi. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá legg ég mig fram við að kaupa bara það sem ég nota ótrúlega mikið og vanda valið. Svo er líka miklu skemmtilegra að eiga einstakar flíkur og að þú sért ekki að fara að rekast á hálfan heiminn í því nákvæmlega sama og þú. Er mikill munur á ,,vinnufataskápnum“ þínum og því sem þú klæðist dagsdaglega? Nei, enginn. Ég get verið nákvæmlega sú sem ég vil vera þegar ég er að vinna og gæti ekki hugsað mér það neitt öðruvísi. Skipta þægindi þig máli eða er það bara „beauty is pain“? Þægindi skipta mig máli og ég myndi aldrei vera í einhverju sem mér fyndist óþægilegt, þó ég verði samt að viðurkenna að ég taki það á mig að verða smá þreytt í fótunum fyrir útlitið. Strigaskór eða hælar? Hælar, því mér finnst svo gaman að geta verið hávaxin útgáfa af sjálfri mér. Í hverju líður þér best? Bara hverju sem er í fataskápnum mínum. Ég klæði mig eftir skapi og þess vegna líður mér langoftast vel í þeim fötum sem ég vel að vera í. Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour
Dóra Júlía Agnarsdóttir er 25 ára litríkur Reykvíkingur, og vinnur hún sem plötusnúður. Síðustu ár hafa verið mjög viðburðarrík hjá Dóru Júlíu og sér hún fram á enn skemmtilegri tíma. Dóra Júlía er umkringd stórkostlegu fólki og reynir að temja sér jákvætt hugarfar. Glamour fékk að kíkja inn í fataskápinn til hennar. Hver er Dóra Júlía? Ég er ennþá að reyna að átta mig almennilega á því þar sem ég er stöðugt að þroskast og þróast sem einstaklingur, en í það minnsta er ég 25 ára stelpa sem vinnur sem plötusnúður og er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og skemmtilegt til að gera í lífinu. Ég er umkringd stórkostlegu fólki, reyni alltaf að temja mér jákvætt hugarfar og hef gaman af ótrúlega mörgu. Hvað er á döfinni hjá þér? Alls konar. Fram undan er slatti af ólíkum og spennandi giggum sem ég er búin að bóka. Ég er í fullu starfi sem freelance DJ og hlakka til að sjá hvert það ber mig á komandi tímum. Eins og er langar mig ekki að gera neitt annað hvað varðar vinnu enda er nóg að gera. Sumarið er búið að vera mjög viðburðaríkt en veturinn virðist ekki ætla að slá slöku við. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, samt ekki beint einhverja eina. Það fer svolítið eftir skapi og árstíð hvaða flík er í uppáhaldi. Ég á samt tvö bleik sett úr Zadig & Voltaire sem ég held mjög mikið upp á. Ég fjárfesti í þeim síðasta sumar í London þegar ég fór ein út til þess að spila á giggi og ég tengi þau svolítið við nýja og spennandi tíma. Svo held ég mjög mikið upp á rauða kanínupelsinn minn og svartan Eyland-heilgalla úr leðri. Ása Ninna vinkona mín hannaði hann líka og hún er svo ótrúlega mikill snillingur að mér finnst heiður að fá að ganga í hönnun frá henni. Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum? Þær eru nokkrar og allar snilld fyrir veturinn. Ótrúlega fallegur kjóll sem ég fékk frá Hildi Yeoman og ég keypti mér höfuðklút í sama munstri – sem er geggjað því ég elska allt sem er í stíl, rauð peysa frá Döðlum, tryllt rauð dragt frá Mads Nørgaard sem ég fékk í Húrra Reykjavík og bleikur gerviloðs-pels úr Maiu. Ef skapið mitt undanfarið væri litur þá væri það 100 prósent bæði bleikur og rauður. Ertu dugleg að hreinsa til í skápnum þínum? Já, ég reyni að vera það þó það sé stundum svolítið erfitt og líka leiðinlegt. Föt geta verið svo ótrúlega yfirþyrmandi en það er náttúrulega fáránlegt að eiga alltof mikið af einhverjum flíkum sem maður lætur eins og séu ekki til. Ég reyni þess vegna að vera dugleg að gefa gamalt og sömuleiðis reyni ég að vanda mig mjög mikið þegar ég versla. Það er eins og það sé manni eðlislægt að kaupa alltof mikið af fötum sem maður notar ekki út af ótrúlega miklu framboði af fjöldaframleiddum flíkum og þess vegna er mikilvægt að kunna sér hóf og þekkja sjálfan sig, hvað maður notar mikið og sniðganga að kaupa sér annað. Tala nú ekki um hvað það er óumhverfisvænt og ómannbjóðandi en það er efni í aðra grein. Hver er þín uppáhaldsverslun hér á landi? Ég var í hlutastarfi í versluninni Maia á Laugavegi og mér finnst alltaf gaman að versla þar. Eigendurnir eru ótrúlegt smekkfólk og frábærir einstaklingar þannig að þess þá heldur vel ég að versla þar. Spáir þú mikið í liti þegar kemur að klæðaburði? Nei, ég myndi ekki segja að ég spái eitthvað sérstaklega í það heldur atvikast það bara þannig að ég klæðist frekar sumum litum en öðrum. Það er enginn litur sem ég er búin að ákveða að ég myndi bara ekki klæðast. Ég held frekar að undirmeðvitundin ákveði litaval fyrir mig. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Bleikur og rauður, virðist vera. Klæðirðu þig eftir skapi? Já. Er einhver litur eða samsetning sem þú gætir aldrei klæðst? Nei, ég hef engin boð og bönn þegar kemur að klæðaburði. Hvort aðhyllist þú „less is more“ eða „more is more“ stílinn? Mér finnst bæði fallegt á sinn hátt. Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Fólkið sem ég elska. Hvaða hlutur hefur mesta þýðingu fyrir þig? Ég fékk í tvítugsafmælisgjöf gyllta demantseyrnalokka frá mömmu sem hún hafði sjálf fengið í tvítugsafmælisgjöf á sínum tíma frá mömmu sinni. Þó manni eigi ekki að þykja of vænt um hluti þá held ég rosalega mikið upp á þá því þeir munu alltaf minna mig á bæði mömmu og ömmu. Spáir þú mikið í umhverfisáhrif fataiðnaðarins? Já, ég reyni að gera það þó satt best að segja megi ég eins og svo margir aðrir gera mun betur þar sem þetta er náttúrulega stigvaxandi vandamál. Ég er meðvituð um hvaða búðir er mikilvægast að sniðganga og hef ekki verslað við þær lengi. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá legg ég mig fram við að kaupa bara það sem ég nota ótrúlega mikið og vanda valið. Svo er líka miklu skemmtilegra að eiga einstakar flíkur og að þú sért ekki að fara að rekast á hálfan heiminn í því nákvæmlega sama og þú. Er mikill munur á ,,vinnufataskápnum“ þínum og því sem þú klæðist dagsdaglega? Nei, enginn. Ég get verið nákvæmlega sú sem ég vil vera þegar ég er að vinna og gæti ekki hugsað mér það neitt öðruvísi. Skipta þægindi þig máli eða er það bara „beauty is pain“? Þægindi skipta mig máli og ég myndi aldrei vera í einhverju sem mér fyndist óþægilegt, þó ég verði samt að viðurkenna að ég taki það á mig að verða smá þreytt í fótunum fyrir útlitið. Strigaskór eða hælar? Hælar, því mér finnst svo gaman að geta verið hávaxin útgáfa af sjálfri mér. Í hverju líður þér best? Bara hverju sem er í fataskápnum mínum. Ég klæði mig eftir skapi og þess vegna líður mér langoftast vel í þeim fötum sem ég vel að vera í.
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Gucci hættir að nota alvöru loð Glamour Blake Lively best klædd í Cannes Glamour Angelina Jolie er andlit ilmvatnsherferðar Guerlain Glamour Facebook-hópurinn Merkjavörur verður að verslun í miðbænum Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour Hæst launuðu fyrirsætur heims Glamour Allt of mikið af öllu Glamour Létt og ljómandi fermingarförðun sem fer öllum vel Glamour