Allt að helmingur sambanda hér á landi endar með skilnaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2018 18:43 Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“ Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“
Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00